Ekki alveg eitthvað fyrir mig...

Það gleður sann­ar­lega glöggt auga bí­launn­and­ans að sjá ít­alska eðal-vagna á borð við Ferr­ari og Maserati í um­ferðinni hér á landi.

Það væri fínt að hafa efni á Maserati - mað'ur þarf nefnilega alltaf að eiga tvo - einn þegar hinn er bilaður.

Ég persónulega gæti ekki notað Ferrari.  Ég myndi rústa honum á innan við mánuði, og á meðan væri stanslaust vesen fyrir mig að koma innkaupapokanum fyrir. 

Dísil­bíll­inn er um­hverf­i­s­vænni en all­ar aðrar út­færsl­ur Quattroporte sem ætti að gleðja móður Jörð.

En veldur margfalt frekar lungnaþembu, asma og krabbameini en díselbíllinn.  Sem gleður ríki heimsins... af einhverjum ástæðum. 

sporteig­in­leik­arn­ir halda sér prýðilega og vinnsl­an er með ein­dæm­um góð,

Jafngóð og Land Rover Discovery?  V-6 dísel, eins þýð og díselvél getur verið. 

hann er að vísu 1,3 sek­únd­um leng­ur úr kyrr­stöðu í 100 km hraða en Quattroporte S (sem er með 3 l. V6-bens­ín­vél)

Hvað varstu að segja um sport-eiginleikana?  Jæja... 

en meng­ar mun minna

En býr á sama tíma til verri mengun 

og eyðslu­töl­urn­ar eru gjör­ólík­ar.

Hærri eða lægri (maður veit aldrei nú til dags) 

Fram­leiðand­inn áætl­ar að dísil­bíll­inn verði fyr­ir val­inu hjá um 10% kaup­enda og kem­ur þar til móts við þá sem ferðast lang­ar vega­lengd­ir og vilja ekki verja öll­um pen­ing­un­um í eldsneyti.

Já, fyrir öreigana sem vilja aka um á Maserati. 

Ítal­irn­ir vita al­veg hvað þeir eru að gera.

Þeir gera lang-besta kaffið. 

Bíll­inn er bú­inn því sem nefn­ist „Acti­ve Sound“ og er rafall við enda pústs­ins sem fram­leiðir fantafínt V8-hljóð sem berst í farþega­rýmið.

Hvernig væri fyrir menn bara að splæsa á sig Corvettu? 

En hvað sem öðru líður kem­ur hljóðið bíl­stjór­an­um alla vega í gott skap!

Eða Lexus, og aka bara um með Slayer í botni. 

Áður en farið verður nán­ar í akst­ur­seig­in­leik­ana er rétt að rýna í hönn­un­ina.

Ja... þetta lítur vel út... 

Miðju­stokk­ur­inn er sömu­leiðis úr við og er ljóm­andi fínn snerti­skjár á sín­um stað og þar fer nú allt það helsta fram.

Aldrei hefur mig langað í bíl með einhverjum snertiskjá.  Það eina sem ég man eftir að var rangt við Tesla bílinn var þessi fjandas 87 tommu snertiskjár.  Var í alvöru ekki hægt að hafa það aðeins minna og smekklegra? 

Hann er flenni­stór og eru aft­ur­sæt­in engu síðri en fram­sæt­in hvað þæg­indi varðar.

En hversu stór eru þau hvað Guttorm Eiriksson á Hvolsvelli varðar? 

Ætli ég geti ekki sagt með góðri sam­visku að þetta sé einn af fáum bíl­um sem ég get hugsað mér að vera farþegi aft­ur í.

2 orð: Rolls Royce. 

Far­ang­urs­rýmið er flenni­stórt og ætti hik­laust að geta gleypt nokk­ur golf­sett.

Ég get auðveldlega komið amk 1 fullvaxinni manneskju í skottið á mínum bíl.  Og golfsetti, ef ég vil losna við það í leiðinni. 

Þó svo að ein­ung­is einn Quattroporte sé til hér á landi og hann eigi sér ekk­ert sér­stak­an umboðsaðila er rétt að skoða hvaða bíla hann kepp­ir við á evr­ópsk­um bíla­markaði. Þar ber fyrst að nefna Mercedes-Benz S-Class.

Ekki ég heldur.  1995 Bens C class, já.  Get ekki mælt með þeim.  198X módel E 230.  Miklu betri bíll.  Hve kraftmiklir þeir eru fer eftir eintaki.

En ég er ekki spenntur fyrir neinu af þessu.  Toyota Century kannski.  Handsmíðaðir, V12.  $160.000 í Japan.  Bíllinn sem Keisarinn rúntar um í. 


mbl.is Bílaflotinn fríkkar og fjölbreytni eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband