28.10.2014 | 20:26
Ekki alveg eitthvað fyrir mig...
Það gleður sannarlega glöggt auga bílaunnandans að sjá ítalska eðal-vagna á borð við Ferrari og Maserati í umferðinni hér á landi.
Það væri fínt að hafa efni á Maserati - mað'ur þarf nefnilega alltaf að eiga tvo - einn þegar hinn er bilaður.
Ég persónulega gæti ekki notað Ferrari. Ég myndi rústa honum á innan við mánuði, og á meðan væri stanslaust vesen fyrir mig að koma innkaupapokanum fyrir.
Dísilbíllinn er umhverfisvænni en allar aðrar útfærslur Quattroporte sem ætti að gleðja móður Jörð.
En veldur margfalt frekar lungnaþembu, asma og krabbameini en díselbíllinn. Sem gleður ríki heimsins... af einhverjum ástæðum.
sporteiginleikarnir halda sér prýðilega og vinnslan er með eindæmum góð,
Jafngóð og Land Rover Discovery? V-6 dísel, eins þýð og díselvél getur verið.
hann er að vísu 1,3 sekúndum lengur úr kyrrstöðu í 100 km hraða en Quattroporte S (sem er með 3 l. V6-bensínvél)
Hvað varstu að segja um sport-eiginleikana? Jæja...
en mengar mun minna
En býr á sama tíma til verri mengun
og eyðslutölurnar eru gjörólíkar.
Hærri eða lægri (maður veit aldrei nú til dags)
Framleiðandinn áætlar að dísilbíllinn verði fyrir valinu hjá um 10% kaupenda og kemur þar til móts við þá sem ferðast langar vegalengdir og vilja ekki verja öllum peningunum í eldsneyti.
Já, fyrir öreigana sem vilja aka um á Maserati.
Ítalirnir vita alveg hvað þeir eru að gera.
Þeir gera lang-besta kaffið.
Bíllinn er búinn því sem nefnist Active Sound og er rafall við enda pústsins sem framleiðir fantafínt V8-hljóð sem berst í farþegarýmið.
Hvernig væri fyrir menn bara að splæsa á sig Corvettu?
En hvað sem öðru líður kemur hljóðið bílstjóranum alla vega í gott skap!
Eða Lexus, og aka bara um með Slayer í botni.
Áður en farið verður nánar í aksturseiginleikana er rétt að rýna í hönnunina.
Ja... þetta lítur vel út...
Miðjustokkurinn er sömuleiðis úr við og er ljómandi fínn snertiskjár á sínum stað og þar fer nú allt það helsta fram.
Aldrei hefur mig langað í bíl með einhverjum snertiskjá. Það eina sem ég man eftir að var rangt við Tesla bílinn var þessi fjandas 87 tommu snertiskjár. Var í alvöru ekki hægt að hafa það aðeins minna og smekklegra?
Hann er flennistór og eru aftursætin engu síðri en framsætin hvað þægindi varðar.
En hversu stór eru þau hvað Guttorm Eiriksson á Hvolsvelli varðar?
Ætli ég geti ekki sagt með góðri samvisku að þetta sé einn af fáum bílum sem ég get hugsað mér að vera farþegi aftur í.
2 orð: Rolls Royce.
Farangursrýmið er flennistórt og ætti hiklaust að geta gleypt nokkur golfsett.
Ég get auðveldlega komið amk 1 fullvaxinni manneskju í skottið á mínum bíl. Og golfsetti, ef ég vil losna við það í leiðinni.
Þó svo að einungis einn Quattroporte sé til hér á landi og hann eigi sér ekkert sérstakan umboðsaðila er rétt að skoða hvaða bíla hann keppir við á evrópskum bílamarkaði. Þar ber fyrst að nefna Mercedes-Benz S-Class.
Ekki ég heldur. 1995 Bens C class, já. Get ekki mælt með þeim. 198X módel E 230. Miklu betri bíll. Hve kraftmiklir þeir eru fer eftir eintaki.
En ég er ekki spenntur fyrir neinu af þessu. Toyota Century kannski. Handsmíðaðir, V12. $160.000 í Japan. Bíllinn sem Keisarinn rúntar um í.
Bílaflotinn fríkkar og fjölbreytni eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.