Kemur einn púnktur:

„Eiga þá lög­reglu­menn að vera lak­ar vopn­um bún­ir en þeir sem af­skipti er haft af?

Þeir eru nú oftast með liðsauka.  Þessi venjulegi ölóði síkópati sem þeir eru að skifta sér af er venjulega bara einn. 

Í þessu sam­bandi má kannski nefna að sex­tán þúsund manns gengu um fjöll og firn­indi þung­vopnaðir síðustu helgi.

Allir að berjast við ISIS.  Eða rjúpu... 

Von­andi flest­ir með skot­vopna­leyfi og allt sitt í lagi en það sér eng­inn neitt at­huga­vert við það.

Og var í öllum tilfellum hörku prósess. 

Nei, það á að taka vopn­in af lög­regl­unni.“

Það stendur líka til að ná einhverju af vopnunum af þessum sem fóru á fjöll.  Svo lögreglan og almenningur situr að einhverju leiti við sama borð.

Það eru tvö atriði í málinu sem menn sjá ekki, en eru undirlyggjandi:

Lögreglan virðist í augum fólks vera a breytast í einhvern paramilitary hóp, sem er að auki "öðruvísi."  Ekki af okkur.

Sérsveitin kemur flestum til dæmis fyrir sjónir eins og verur frá öðrum hnetti - þó enginn vilji viðurkenna það.  Og það er viljaverk, af þeirra hálfu.

Því meira öðruvísi = því meira ógnandi. 

Það hjálpar engan vegin að lögreglan er ríkisstofnun, og ríkið er ekki beinlínis þekkt fyrir að gera rétt.  "Guilt by association."

 Annað er beinlínis að fólk er hrætt við byssur.  Og ríkið elur á þeim ótta, og lögreglan líka.

Það er verið að ýja að því að þetta séu einhverjar töfra-græjur sem einungis sérmenntaðir, innvígðir aðilar geta farið með, einungis eftir að hafa fært fórnir til handa hinum mikla guði Shango.  Og þar fram eftir götunum.

Hættið að ljúga að hrædda, heimska fólkinu.  Fyrir mig?


mbl.is „Við viljum koma heilir heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Þú talar um að þeir hafi liðsauka, það á ekki við allstaðar eiginlega næstum hvergi nema á höfuðborgarsvæðinu.

Einar Þór Strand, 29.10.2014 kl. 23:33

2 identicon

Á löggan sem sé að vera verr búin til að vernda þig?

Helduru að Ísland sé með eitthvert ónæmi fyrir hryðjuverkum?

Er nokkrum löggum fórnandi fyrir það að hafa hér "vopnlaust" land? En þá almenningi.

Fyrir mína parta kýs ég að búa ekki í einhverri útópíu, eða fíflaparadís, þar sem menn eru vissir um að ekkert komi fyrir þá og það séu bara einhverjir ölóðir síkópatar sem grípi til vopna. Nei við þurfum ekki annað en að líta til þess að hér á landi var nýlega lokað á vefsíðu ISS-samtakana og þeir hafa hingað til ekki sparað ógnanirnar í garð þeirra sem þeir telja að setji stein í götu þeirra.

Hvað viltu nú gera ef ISS-samtökin t.d. myndu ákveða að kenna okkur lexíu fyrir það að hafa lokað síðunni? Þú mátt vera viss um að þeir fara ekki í neitt manngreiningarálit þegar þeir beita sínum hefndaraðgerðum.

Og þessi barnalega skoðun að ef við erum ekki með vopn þá beiti aðrir ekki vopnum á okkur. Ég meina hversu mikið af vopnum heldur þú að allur þessi almenningur hafi haft yfir að búa sem hafa orðið hryðjuvekamönnum og öðrum glæpamönnum að bráð undanfarin ár?

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 23:47

3 identicon

Sigurður Geirsson, eigum við ekki að sleppa svona þvælu vinur? Ríki íslams með hefndaraðgerð á Íslandi? Ef þeir dreifa kröftunum of víða, þá verður það þeirra fall.

En setjum sem svo að þessi hefndaraðgerð eigi sér stað. (fyrir að blokka þá á Netinu haha, en jæja) Það yrði engin lögga, hvorki sérvopnuð með hríðskotabyssur eða taugagas, látin fara í málið. Enda myndu þær hvorki þora því né vilja. Þær kæmu einfaldlega ekki nálægt þessu. Það yrði hringt til útlanda og beðið um sérfræðiaðstoð, sjálfsagt málaliða frá vinaþjóðum og myndi kosta mikið fé sem aldrei yrði upplýst. Þannig yrði svona mál afgreitt. Löggan myndi kannski stugga við forvitnum áhorfendum og loka götum.

jón (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 01:25

4 identicon

úr því að löggan ræður ekki við óvopnaða lattélepjara með innfallna brjótskassa og svitaklykt, þá held ég að hún ráði seint við vopnaða ísis menn, sem eru þjálfaðir af bandaríkjaher, bæði í leikfimi og vopnaburði. Að ég tali nú ekki um attitúdi.

Það yrði hringt eftir aðstoð erlendis, ok? Enda er það þannig að íslenskir lögreglumenn vilja koma heilir heim. isis liðar setja það ekkert í fyrsta sæti hvað sjálfa sig varðar. Þess vegna myndi löggan aldrei kæra sig um að steyta grön framan í svoleiðis fanta. Hún er reyndar fín í að sýna fallegt bros í gopro vélar í löggubíl og segja okkur að skafa á morgnana og setja nýja peru í og fiska hrós á feisbúkk fyrir allt saman. En látum fagmenn um krefjandi málin.

jón (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 01:56

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það á að fórna borgurunum til þess að hafa hér vopnlaust land.

Eða það sýnist mér - ég las viðaukann við frumvarp að vopnalögum.

Hvað finnst ykkur um það?

Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2014 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband