1.11.2014 | 19:14
Önnur auglýsing fyrir sjálfstæðisflokkinn
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina standa fyrir skipulegri aðför að almannaþjónustu.
Bara sama og á síðasta kjörtímabili þá? Enginn munur?
Ja hérna, hissa er ég...
Í ræðu sinni á flokksfundi Samfylkingarinnar í dag sagði hann gjaldtöku hafa verið aukna hvarvetna og nefndi hann þær hækkun á komugjaldi í almennri heilbrigðisþjónustu, aukna hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði, hærri gjöld í opinbera háskóla og áform um að hækka gjöld fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum landsins.
2 spurningar:
1: er þetta ekki það sama og öll ár á undan? Ég man eftir þessu frá því ég fór í háskóla.
2: af hverju er fólk að fara í framhaldsskóla eftir 25 ára aldur? Hvers vegna tekur það ekki bara upptökuprófið og fer í háskóla?
Var einhverju breytt á meðan ég var ekki að horfa?
Aðferð ríkisstjórnarinnar er einföld: Létta sköttum af þeim best settu og láta venjulegt fólk bera skattbyrðina af fullum þunga,
Já, setjum sykurskatt á þá - sem leggst af einhverjum orsökum á kaffi... setjum á kolefnisgjald, sem fer allsekkert út í vístölu og hækkar húsnæðíslánin ekki neitt, og hækkum VSK úr 24.5 í 25.5%, vegna þess að það gerir allt ódýrara.
... eða hvað?
Árni sagði Bjarna jafnframt koma upp um sig þegar hann segðist vera á móti því að taka lán til uppbyggingar hjúkrunarheimili en færi á sama tíma ránshendi um Framkvæmdasjóð aldraðra og tæki þaðan fé til að reka hjúkrunarheimili sem þegar hafa verið byggð.
... er framkvæmdasjóður aldraðra ekki til þess að reka hjúkrunarheimilin?
Er eitthvað markmið að steypa öldruðum í skuldir? Til hvers?
Ef menn vilja ekki taka lán til að byggja hjúkrunarheimili þarf að safna fé til að byggja þau.
Meikar sens.
Árni er mikill stuðningsmaður Bjarna Ben. Hann lætur manninn virka skynsaman.
Markmiðið er að skemma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.