Verður það þá skattlagt sérstaklega?

Þeir segja að sykur sé hið mesta eitur.  Það er afsökun þeirra til að skattleggja hann sérstaklega, og kaffi.  (???)

Mjólk er sannanlega skaðleg heilsu manna.  Af hverju er það ekki orðið að afsökun til að skattleggja hana sérstaklega?  Og í leiðinni hrökkbrauð.  Af því bara.  Eins og kaffi.

Omega 3 segja menn að valdi hjartsláttartruflunum.  Það má nota sem rök fyrir skattlagningu á það.  Og ólífuolíu, og banana.  Svona í leiðinni.

Ég býst við því að þessu verði hrint í framkvæmd á valdatima næstu vinstristjórnar.  Vegna þess að þetta er ekki matarskattur.  Heilsuvernd, sjáið til.


mbl.is Auka hættu á gáttatifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki dettur mér til hugar að hætta að innbyrða stóar daglega skammta af Omega 3 fitusýrum og fiskiolíum, þótt ég þjáist af gáttatif, bara af því að einhver segir það. Hins vegar er ég löngu hættur að nota jurtaolíur sem eru hið mesta eitur og ég nota hreint smjör í staðinn. Allt fyrir hollustuna.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 00:05

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Litlar áhyggjur hef ég af gáttatifinu, meiri áhyggjur hef ég á að svona rannsóknir verði notaðar sem afsökun fyrir "hegðunarmótandi skattheimtu," eða hvað sem það er nú kallað.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2014 kl. 00:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ja hérna! Ég hef lengi verið með gáttaflökt þess vegna ávísa þeir ,,blóð þynnandi s.s.covar.til að fyrirbyggja blóð-tappa. Eins og Pétur hætti ég ekki að taka Lýsi með omega,enda lifað á því fram á elli og held það skaði bara alls ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2014 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband