Eitt lítið skref í átt að frjálshyggju

Sem hefur verið óþekkt fyrirbæri á íslandi síðan land byggðist.

Manna­nafna­nefnd verður lögð niður og for­eldr­um gefið fullt frelsi til þess að ákveða nöfn barna sinna

Það sparar örugglega stórfé.

Þá verður enn­frem­ur heim­ilt að taka upp ný ætt­ar­nöfn en það hef­ur til þessa ekki verið heim­ilt.

Þá geta menn kennt sig við heimili sín, eins og þekkist í þýzkalandi, og menn heitið til dæmis Jón Reykvíkingur, Eiríkur Kópavogsbúi, og svo framvegis, nú eða menn geta heitið starfsheitum sínum, eins og þekkist víða, td í Bretlandi, og menn heitið Alfreð Bensínafgreiðzlumaður eða Finnur Hellulagningamaður.

... fyrsti flutn­ings­maður þess er Ótt­arr Proppé,

Viðeigandi.

Þar seg­ir enn­frem­ur að meg­in­mark­mið frum­varps­ins sé „að und­ir­strika þá meg­in­reglu varðandi nöfn og nafn­gift­ir að al­mennt skuli gert ráð fyr­ir því að nöfn séu leyfð, að for­eldr­um sé treyst til að velja börn­um sín­um nafn og að jafn­ræðis­regla stjórn­ar­skrár­inn­ar sé virt.“

Þeir eru á réttrí leið.

Hags­mun­ir al­menn­ings af því að búa í frjálsu sam­fé­lagi þar sem jafn­ræði er tryggt er mun rík­ari en hags­mun­ir niðja þeirra fáu sem fengu í krafti for­rétt­inda eða fjár­hags­legr­ar stöðu sinn­ar að halda og eða velja sér ætt­ar­nöfn á síðustu öld,“ seg­ir enn­frem­ur.

Þetta þarf að víkka út svo það gildi um meira en bara nöfn.  Menn sem heita Guð Almáttugur eru engu bættari með það ef þeir verða samt settir í djeilið fyrir að flytja inn ólöglega brauðrist.

Þá sé það tíma­skekkja að gera þá kröfu að dreng­ir beri karl­manns­nöfn og stúlk­ur kven­manns­nöfn sem þurfi að leiðrétta.

Hafa þetta eins og í Mexíkó þá?  Þar heitir annar hver maður María, óháð kyni.

Nær þetta í gegn?  Hver veit.

Það má alveg draga úr forræðishyggjunni hérna.  Á fleiri sviðum.


mbl.is Allir fái að bera ættarnöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Mér finnst þetta afar vond hugmynd. Mér finnst það ótrúlega grátlegt hvað þetta fólk í þessum vinstriflokkum (samfó og BF) virðist bera litla virðingu fyrir okkar menningu. Tungumálið okkar er eiglega það eina sem aðgreinir okkur frá öðrum þjóðum. Svo hef ég enga samúð með heimsku fólki sem að vill skýra börninn "Eldflaug" eða eitthvað þannig álíka,

Málefnin (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 18:53

2 identicon

"börnin sín"

Málefnin (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 18:53

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér persónulega finnst góð aðvörun að heimskt fólk skuli verða sérmerkt að eigin frumkvæði.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2014 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband