25.11.2014 | 07:08
Meira hlýtur að koma til
Ég meina, þetta er að meðaltali 6000 kall á mánuði sem fólk sparar.
Egill hjá Brimborg er með betri kenningu:
"Vöxtinn í sölu nýrra bíla til einstaklinga undanfarnar 16 vikur má rekja til bætts efnahagsumhverfis, sterkari krónu, aukins kaupmáttar og meiri bjartsýni einstaklinga. Þá er almennt komin mikil þörf á endurnýjun bílaflotans."
Leiðréttingin eykur bílasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Gaman væri að vita hvar þessi kaupmáttaraukning felur sig.
Hún er allavega ekki í veskinu mínu.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 13:43
Raunveruleg kaupmáttaraukning er auka-atriði. Það er skynjuð kaupmáttaraukning sem skiftir máli.
Og bjartsýni.
Fólk er greinilega mjög bjart, af einhverjum orsökum.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2014 kl. 17:29
Í hvaða verslun er tekið við skynjuðum kaupmætti sem greiðslu?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 17:38
Það er kallað "lán."
Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2014 kl. 22:06
Þá ertu að tala um annað en ég átti við.
Kaupmáttur fenginn að láni er aldrei sjálfbær.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2014 kl. 11:20
Já. Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir - en samt ekki.
... fólk.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2014 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.