Ágætis hugmynd

Það er sniðugt að hafa sérverzlanir.  Alveg sérstaklega fyrir sérvizkuleg hobbý eins og viskýdrykkju.

Ja, eða brennivín almennt.

Ég hef séð sérverzlanir með brennivín í öðrum löndum:

Í Ungverjalandi, Írlandi... í Bandaríkkunum var það svona drive-through sjoppa.


mbl.is Vilja sérstakar vískiverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk viðist bara ómurlega átta sig á hvað Ísland er lítið land og lítill markaður. Það er ekki hægt að bera saman milljóna sammfélag við 200.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir vínbúð sem selur bara Viskí. Engin búð stendur undir rekstrarkostnaði með að selja nokkrar viskí flöskur í mánuði. Viski er vanalega ekki vara sem er drukkin eins og bjór og léttvín.

Gunnar Magnússon (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þess vegna er svo mikilvægt að þeir selji allar gerðir.

Svona eins og Tóbaksbúðin Brynja selur allar gerðir af tóbaki, en ekki bara píputóbak.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2014 kl. 18:55

3 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

"Það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir vínbúð sem selur bara Viskí. Engin búð stendur undir rekstrarkostnaði með að selja nokkrar viskí flöskur í mánuði."

Hvaða vitleysa er þetta. Ef það er ekki grundvöllur fyrir því þá væntanlega dettur engum í hug að opna slíka verslun. Eða þá að einhver gerir það og þá annaðhvort fer hann eða hún á hausinn eða þá að allt gengur vel og hann eða hún fer ekki á hausinn. Þess má til gamans geta þá er jólaverslun á Laugarveginum. Verslun sem selur bara jólavörur alla daga ársins, það að segja að það sé ekki rekstrargrundvöllur fyrir Viský er fráleitt.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 25.11.2014 kl. 21:02

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og ég sagði: það er til tóbaksverzlun...

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2014 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband