Þetta er taxi

"2014-lín­an frá Opel er um margt ákaf­lega lag­leg út­lits"

Nei.

"Opel In­sign­ina er fantagóður bíll."

Seinast þegar ég reynzluók einum svoleiðis - það var 2013, minnir mig, þá var þetta svona la-la.  Það var 4x4 týpan.  Dísel.  Voða mikill taxa fílingur í þeim bíl, eitthvað.

Ekki bíll sem ég myndi vilja eiga.

"Oft hef­ur hönn­un slíkra bíla endað á ein­hvers kon­ar val­kreppu milli nota­gild­is og fal­legr­ar hönn­un­ar"

Kaninn brilleraði í hönnun svona fleka hér um árið.  Skellti parketi á hliðarnar, var með sóllúgu, niðurdraganlega afturrúðu, króm... allt góða stöffið.

"furðan­lega renni­leg­ur miðað við skut­bíl."

Skutbílar eru reyndar straumlínulagaðri en sedan-týpurnar.  Það er út af lofthvirflinum sem myndast alltaf við skottið.

"ljær bíln­um dýna­mísk­an svip."

Whatever the fuck that means.

"...heild­ar­svip­ur­inn er gríp­andi og flott­ur."

Ég gleymdi hvernig bíllinn leit út um leið og ég leit af honum.

"Að inn­an kem­ur In­signia líka skemmti­lega á óvart ... en meðal þess sem gladdi voru áður­nefnd­ar 18 tomma ál­felg­ur,"

Álfelgur?  Að innan?  Já, það kemur vissulega á óvart.

"Þá gef­ur mæla­borðið frá sér lágt gaum­hljóð ef ökumaður freist­ast um of út­fyr­ir há­marks­hraðann á hverj­um stað."

Þá bilun má auðveldlega laga með hamri.

"...upp­lif­un­in var á þann veg að um tals­vert dýr­ari bíl væri að ræða en raun­in er."

Á íslandi kostar þessi prammi 5.490.000.  Í bretlandi kostar svona 3.678.000, svo þetta er í raun dýrari bíll en hann í rauninni er.

"Reynd­ar er út­sýnið í bak­sýn­is­spegl­in­um held­ur tak­markað en bakk­mynda­vél kem­ur þar til skjal­anna."

Ég vann við að þvælast um á Ford Transit.  Þetta er ekki eins mikið vandamál og þið viljið meina.

" Fyr­ir blandaðan akst­ur er eyðslan gef­in upp sem 5,6 lítr­ar á hundraðið og und­ir­ritaður náði því nokk­urn veg­inn þó að vind­ur væri með mesta móti um nýliðna helgi."

Fórstu þingvallahringinn?

"Opel In­signia Sports Tourer er að fram­an­töldu bíll sem hak­ar í flesta reit­ina þegar heil­inn fær að ráða."

Heilinn segir: kauptu frekar Hondu.  Þær kosta ekkert meira.  Þær ganga fyrir bensíni.  Þær líta betur út.  Þær eru ekki Opel.


mbl.is Velkominn aftur, Opel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband