3.12.2014 | 01:17
Og hversu stórt er glasið sem hann miðar við?
Magnið gerir eitrið, sagði Paracelsus.
"Það hefur oft verið talað um að eitt rauðvínsglas á dag sé allra meina bót"
Það er kjaftæði. Það er sagt að það sé gott fyrir hjartað. Sem er ekki það sama.
"Hann segir svo reglulega rauðvínsdrykkju vera heilsuspillandi og hafa sömu afleiðingar og að drekka um þrjú skot af sterku áfengi á dag."
Sem leiðir hugann að skammtastærð. Flaskan er enn bara 750 ml. Það er talað um að það hafi góð áhrif á blóðrásina að drekka hálfa flösku á dag, eða ~375 ml. Sem eru Um það bil 2-3 glös.
Það er ekki mjög dannað að barmafylla glasið.
"Selbie segir dauðsföll af völdum áfengisneyslu hafa aukist um heil 500% í Bretlandi síðan á áttunda áratug seinustu aldar."
Ég hef grun um hverjir það eru. Þarna eru chavs að verki. Flettu þeim upp. Ég þori að veðja að meirihluti þessara dauðsfalla eru þeim að kenna.
"Til dæmis jafnast stórt vínglas á við þrjú vodkaskot."
Þetta er hægt að reikna út.
Rauðvín er ~14%. (Stundum niður í 12, en það þykir ekki gott vín.)
Vodka er 40%.
1 staup af vodka er ~30 ml. (misjafnt eftir löndum.) Ef við þynnum það með 60 ml verður það ~13%, eða svipað og rauðvín.
Svo rauðvínsglas þarf þá að vera 90x3 ml, eða 270 ml.
Þau rauðvínsglös sem ég á, sem eru af einhverjum orsökum merkt Hótel Eddu, þau taka ekki nema ca. 100 ml.
Svo... tíðkast það núna í Bretlandi að nota 300 ml vínglös?
Eitt rauðvínsglas jafnast á við þrjú vodkaskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Áfengi er sterkt fíkniefni sem byrjar fljótt að ganga á ýmiss líffæri t.d. lifrin, nýrun og heilann.
Að hvetja til neyslu, þó það sé "bara" eitt glas á dag, er fáránleiki dauðans. Þó viðkomandi sé harður á því til að byrja með að halda sig við eitt lítið glas þá er hann að leika sér að eldinum.
Ég hef enga trú á að meintur ávinningur sé nógu sterkur til þess að vega þyngra en skaðsemin og áhættan.
Hallgeir Ellýjarson, 3.12.2014 kl. 03:11
Reyndur læknir sem starfar í úlöndum,hefur mörgu sinnum sagt við okkur ættingja og vini,að eitt til tvö rauðvínsglös á dag sé bara hollt og gott.Nýlega var lesið í líkamsvökva/blóði mínum að lifrin og nýrun séu sérlega heil.Ég á alltaf eitthvað af þessu létta og hika ekki við að dreypa á því,en er aftur á móti einum of pillufælin. Vínandi er óeldfimur í mínum heila.
Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2014 kl. 05:26
Frábært að þú sért að sleppa með neysluna. Breytir ekki því að áfengi er sterkt dóp.
Hallgeir Ellýjarson, 3.12.2014 kl. 05:45
Dóp eða ekki. Hvað fær bretann til að hafa glösin svona stór? Mig grunar að þeir séu ekki að drekka sér til heilsubótar, hvort sem það er ýminduð heilsubót eða ekki, heldur beinlínis í þeim tilgangi að ölvast.
Sem er markmið út af fyrir sig, en þá geta þeir heldur ekki grenjað þegar lifrin byrjar að bila.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2014 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.