3.12.2014 | 22:30
Þetta útilokar ekki hvort annað
Hvað er til ráða ef þú færð það vandasama hlutverk að fá ungan mann ofan af því að vilja eyða öllu lífi á Vesturlöndum. Í Árósum myndir þú bjóða honum á kaffihús eða bókasafn og ræða um knattspyrnu.
Það hlýtur að fara eftir áhugasviði "fórnarlambsins."
Það gerir Mads að minnsta kosti en hann stýrir áætlun sem miðar að því að fá unga múslima, sem íhuga að ganga til liðs við öfgafullar skæruliðahreyfingar, ofan af því.
Kannski er það líka einmitt þannig sem ISIS fær til sín mannskap.
Það væri írónískt.
Samkvæmt samantekt Economist eru danskir ríkisborgarar næst fjölmennastir í hópi vestrænna borgara sem hafa farið til Sýrlands að berjast. Einungis Belgar eru fjölmennari.
Þetta er ein klúðurslegasat setning sem ég hef lesið í dag.
...eitthvað annað en sú glansmynd sem flestir hafa af Danmörku...
Þegar ég hugsa til Danmerkur, þá sé ég fyrir mér hjörð róna, suma hálf-dauða upp við vegg, suma á hjóli, suma hangandi upp við bar.
Í Gellerupparke hverfinu er Grimhøj moskan en hún hefur meðal annars neitað því að afneita skæruliðasamtökunum Ríki íslam...
Neitað að afneita...
Þykir þetta skýra að einhverju leyti hvers vega þrjátíu íbúar Árósa, þar sem einungis búa 324 þúsund manns, hafi nú þegar farið til þess að taka þátt í heilögu stríði í Sýrlandi.
Bara 30 af 300.000? Vá. Ég byggist við miklu fleiri, vegna þess að þetta virðist vera svo mikil paradís á jörðu. Eða hitt þó.
reynt er að fá þá sem stefna að þátttöku í borgarastyrjöldinni til þess að hætta við þau áform.
Er ekki fínt að losna við þá? Sádar hugsa þannig. Bara að segja... Það er ekkert vesen í Sádí Arabíu vegna þess að vesenismennirnir fara allir til útlanda að vesenast.
Fótbolti í stað hryðjuverka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mjög fyndin og flott grein, sem lýsir því miður þeim sorglega veruleika sem meint "fréttamennska" Íslands er.
Ógeðslega flottar glansmyndir af Danmörku (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.