11.12.2014 | 04:51
Langar ekki í svona
Þeir eru ekki margir jepparnir sem gera jafnríkt tilkall til nafnbótarinnar Konungur jeppanna og Toyota Land Cruiser 200.
Willys CJ. Allt annað er bara eftirherma. Betri eða verri, bara eftirherma.
Vinsældir Land Cruiser hér á landi renna stoðum undir nafnbótina
Eða plebbaskap.
Þessi voldugi jeppi er kafli út af fyrir sig í jeppaflóru landsmanna.
Hvernig?
2014-gerðin virðist ef til vill ekki mikið breytt við fyrstu sýn...
Það verður alltef að breyta einhverjum smáatriðum til þess að menn nenni að skifta um. Þetta er jú stöðutákn.
Þeir lærðu það way back in the sixties hjá Lincoln að það þarf að breyta útlitinu öðru hvoru.
Það fyrsta sem slær mann þegar sest er undir stýri er innanrýmið.
Ef þessi bíll er stærri að innan en 198X Chevy Blazer verð ég hissa.
Þá er gaman að því hve hátt er setið í bílnum,
Auðvelt er að skemmta þér þá.
...innstigið er frekar hátt.
Á íslensku: það þarf að príla uppí þetta bákn.
Eins og hefðin segir til um
... hvað.
Meira að segja gaumhljóðið í stefnuljósinu er faglegt á að hlýða,
HAHAHA!
Það er tekið eftir Land Cruiser 200 á götum úti,
Man ekki eftir að hafa séð neinn í svipinn. Þó veit ég að einn gaur á eyjunni á svona. Þeir eru í raun ekki mjög ólíkir 150 bílunum.
Hann vigtar enda tvö og hálft tonn
Innbyggð vigt? Sniðugt.
Dísilvélin sem prófuð var togar nefnilega 650 Nm milli 1600 og 2800 snúninga og það er hrein unun að botna þennan tilkomumikla dreka.
Það er enginn lúxus í að aka einhverju með ljósavél úr einhverjum togara.
...þegar vélin rymur af stað skilar hljóðið sér samt til ökumanns, og það er bara hluti af lúxusnum.
Það er ekki lúxus.
200-bíllinn er skemmtilega rásfastur
Svona langir bílar á grind eru það oftast.
og fjöðrunin er hreint framúrskarandi
Fyrir þennan pening er það eins gott.
Sjálfskiptingin er að sama skapi þýðgeng
Sjálfskiftingar eru aldrei "þýðgengar."
... ákveðið afrek að hún sé jafnþrepalaus í akstri, að kalla, fyrir svo stóran bíl.
Hvað kemur það stærð ökutækisins við hvernig sjálfskiftingin virkar?
Þegar á framangreint er litið kemur það rækilega á óvart að Land Cruiser 200 sé með undir tíu lítra eyðslu á hundraðið en það er tilfellið með díselútgáfuna 9,5 lítrar.
Á langkeyrzlu kannski, og þá á stöðugum 90 km hraða. Innanbæjar, dream on.
Þegar á allt er litið er erfitt að tína til galla á Land Cruiser 200.
Auðvelt: Stór, þungur, ljótur, dísel, allt of dýr, frumstæður.
Tuttugu milljónir eru auðvitað töluverður peningur en, eins og þar stendur, þetta er frábær bíll ef þú hefur efni á honum.
Ef ég ætti 20 millur, myndi ég sennilega kaupa eitthvað annað.
Fyrir þá sem kjósa rúmgóða og vel búna lúxusjeppa eru keppinautar Land Cruiser 200 ekki margir.
Fyrir þá sem hafa efni á þessu, þá er mikið framboð: Range Rover, fyrir þá sem vilja extra góðan bíl. Lincoln eða Cadillac fyrir þá sem taka þægindi og "presence" fram yfir allt annað. Benz. Porche, fyrir þá sem vilja aka mjög hratt. Svo er náttúrlega þetta: http://www.conquestvehicles.com/index.html
Fyrir hina sem vilja bara bíl sem er gaman að keyra og treystandi fyrir allskyns torfærum: Hilux. Það er eina góða Toyotan. Verst með vélarnar... en hey, ekki verður á allt kosið.
Lystisnekkja á hjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Maður fær Nissan GTR fyrir svipaðan aur, myndi frekar versla hann þótt hann væri inn í bílskúr hálft árið.
Nzn fanboy (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 03:46
Ég held það líka. Fyrir þennan pening væri líka hægt að eiga og reka flota af 5-10 ára bílum af ýmsum gerðum með mismunandi notagildi.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2014 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.