Bíðið nú aðeins...

Magn vergr­ar lands­fram­leiðslu á mann á Íslandi árið 2011 var 15% yfir meðaltali Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna, sem eru 28.

Heildarfjöldi landa er 28.

Ísland var í 12. sæti yfir verga lands­fram­leiðslu á mann sama ár í sam­an­b­urði 37 Evr­ópu­ríkja, þ.e. Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna auk Íslands, Nor­egs, Sviss, Tyrk­lands, Svart­fjalla­lands, Serbíu, Bosn­íu-Her­segóvínu, Alban­íu og Makedón­íu.

Heldarfjöldi á þeim lista er 37, svo það er ekki hægt að bera það saman án þess að fá stöplarit.

Og við fáum allt aðrar upplýsingar til að vinna úr.  Hve mörg prósent, ef nokkur, erum við yfir eða undir meðaltali á þeim lista?

Þá var magn ein­stak­lings­bund­inn­ar neyslu á mann á Íslandi 13% yfir meðaltali ESB-ríkja

Þær upplýsingar tilheyra fyrri listanum.

og var Ísland 10.-11. í röð land­anna 37 ásamt Finn­landi.

Það segir okkur, að því fleiri fátæk lönd eru á listanum, því hærra erum við á honum.

Bara með því að horfa á þetta eins og þetta er uppgefið, sé ég ekki betur en við séum ekkert nauðsynlega að standa okkur svo vel, heldur er hellingur af bláfátækum löndum að draga meðaltalið niður.


mbl.is Framleiðslan 15% yfir meðaltali ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband