16.12.2014 | 15:26
Fyrir fjölskildur sem búa á Dalvík, setja krakkana í skóla á Akureyri, og verzla á Hvammstanga
Hann er ekki ódýrasti 7-manna bíllinn á markaðnum
En er hann þess virði?
"Þess ber að geta að engar tilraunir voru gerðar, hvorki með gríslinga né unglinga, þannig að hér er aðeins um ályktun undirritaðrar að ræða út frá rýmisgreind og tilfinningu."
Ég hefði nú bara prófað að setjast inn sjálfur.
Tveggja lítra dísilvélin mallar nokkuð hátt og minnir eilítið á dráttarvél sem getur verið notalegt á köflum. Eyðslan var 6,8 l á hverja 100 kílómetra í blönduðum akstri.
2000 módel Honda Civic station með 1600 bensínvél eyðir ~7 í blönduðum akstri. Fer upp í svona 10 í Eyjum, í 9 í Borg Óttans. Snatt.
En hver notar bíl "í blönduðum akstri?" Og svona bíl? Þetta er skóla rúta, sem verður notuð til matarinnkaupa. Sem þýðir að vélin verður sjaldan annað en volg, sem aftur þýðir stanslaust álag á heddið, sem veldur því, óhjákvæmilega, að það verpist og vélin verður oþétt, sem þýðir 700.000 króna réikning frá verkstæðinu.
Lágmark.
Og Chevrolet Orlando er ódýrastur í þessum flokki. 3.9 millur. Vita kraftlaus, auðvitað, en fáanlegur með bensínvél, sem lækkar viðhaldskostnað.
Vænn kostur fyrir stórar fjölskyldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.