17.12.2014 | 22:03
Hvernig finna þeir út þessi slæmu áhrif?
Spurt er:
Hvort ætli teiknimynd sem fjallar um talandi dýr eða blóðug hryllingsmynd sé skaðlegri börnum?
... er nú að reyna að rifja upp hvenær ég sá seinast hryllingsmynd sem var blóðug...
Hmmm...
Telst Watership Down vera hryllingsmynd? Það er örugglega teiknimynd. Og blóðug. Og hryllileg.
Flestir myndu giska á að hryllingsmynd sé mun skaðlegri börnum heldur er saklaus teiknimynd.
Þess vegna rannsaka menn hluti. Til að skoða hvort svona staðhæfingar eru réttar eða ekki.
Ný rannsókn bendir þó til þess að klassískar teiknimyndir geti haft jafn slæm áhrif ef ekki verri áhrif á börn heldur en hryllingsmyndir sem ætlaðar eru fullorðnum.
... það er eins gott að þetta verði gott.
Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar sýna fram á að persónur teiknimynda fyrir börn eru tvisvar sinnum líklegri til að deyja heldur en persónur í hryllingsmyndum.
... það er skaðlegt börnum vegna þess að...?
Í niðurstöðunum, sem birtust í læknatímaritinu British Medical Journal, er teiknimyndin Finding Nemotekin sem dæmi en þar er móðir aðalpersónunnar étin lifandi á fyrstu mínútunum.
Sem hafði þau skaðlegu áhrif að...
Þeir sem þekkja teiknimyndirnar um Pochahontas, Litlu hafmeyjuna og Pétur Pan minnast þess þá kannski að þar koma byssur og önnur vopn við sögu.
Ef tilvist skotvopna í barnaefni hefur slæm áhrif á börn held ég að við megum öll vera sátt við að allir eru löngu búnir að gleyma Roy Rogers.
Helstu verk John Wayne eru líka mjög barn-væn. Ég get mælt með "Brannigan." Sú mynd er bara góð ef maður er yngri en 15. Þá er hún frábær.
Colman segir þær teiknimyndir sem hafa náð hvað mestum vinsældum frá árinu 1937 til ársins 2013 gjarnan einkennast af ofbeldi og morðum.
Voru þær ekki flestar byggðar á klassískum bókmenntum? Grimms-ævintýrum? H.C Andersen osfrv...
Selurinn Snorri er svolítið brútal fyrir yngstu krakkana. Svona talandi um bókmenntir.
Heimurinn var bara virkilega ofbeldisfullur staður þegar heimsbókmenntirnar voru skrifaðar. Sérstaklega Grimms-ævintýri. Þau gengu beinlínis út á að segja krökkum frá því, svo þau yrðu síður hissa.
Prófessorinn Kirkbride vill þá benda á að þetta ofbeldi sem börnin sjá á hvíta tjaldinu geti haft varanleg áhrif á þau.
Hver eru þau? Hver er niðurstaða tilraunanna? Komust þeir að einhverju? Hverju?
Hér er mikið ýjað að hlutum, en ekkert sagt.
Dráp og ofbeldi einkenna klassískar teiknimyndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það er öruggast að horfa bara á rómantískar gamanmyndir. Ó, nei! Þær eru fullar af staðalímyndum um kynjahlutverk. Og Skemmtilegu smábarnabækurnar og Tinnabækurnar eru stútfullar af rasisma, t.d. Tralli og hin alræmda Tinni í Kongó. Best að lesa, og horfa ekki á, neitt.
Wilhelm Emilsson, 18.12.2014 kl. 10:52
Blessaður Ásgrímur.
Þú hefur svo oft komið í heimsókn að mér fannst að ég þyrfti að endurgjalda heiðurinn.
Punktur þinn er það góður að Wilhelm sá ástæðu til að mæta.
Svínakjöt á bannlista, helgileikir skaða, Mjallhvít er hættuleg.
Endastöð þessa rétttrúnaðar er ekki í sjónmáli.
En segir allt um postmodermismann.
Honum tókst ekki að skapa neitt, nema vera skyldi reikning hjá Listasafni Íslands um tryggingu á ryðguðum olíutunnum.
En hann étur, á meðan hann fær eitthvað til að éta.
Ábyrgð þeirra sem fóðra hann er mikil ef Disney fer næst á bannlistann, að vísu í góðum hóp með Tinna og fleirum hetjum.
En þær hetjur eiga reyndar ekki bannlistann að gista.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.12.2014 kl. 11:43
... og mér sem fannst bara vanta hlekk inn á þessa blessuðu vísindaritgerð þarna.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2014 kl. 17:50
Ómar Geirsson, 19.12.2014 kl. 09:28
Wilhelm Emilsson, 19.12.2014 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.