13.1.2015 | 16:38
Hvað er svo öfgafullt við þá?
Skoðum hvað MBL segir:
Í stefnuskrá Pegida í Þýskalandi, sem birt var í desember, segir að um sé að ræða grasrótarhreyfingu, sem hafði það markmið að vernda kristileg gildi.
Ok...
Hvatt er til umburðarlyndis gagnvart múslimum sem hafi aðlagast
Vá, hard core, maður!
um leið og lýst er yfir andstöðu við kvenhatur og ofbeldi í hugmyndafræði íslamista.
Og það eru öfgar? Hvernig?
Þar er spjótum beint gegn lygnum fjölmiðlum, pólitískum valdastéttum og fjölmenningarhyggju.
Það má. Það er ekki PC, en það er göfugt.
Andstæðingar samtakanna segja að þau noti lítt dulbúinn málflutning nýnasista
Sem er...?
Af facebook PEGIDA:
PEGIDA á Íslandi. Samtök fólks gegn islamvæðingu Evrópu. Við munum birta hér fréttatengt efni frá viðurkenndum erlendum fréttaveitum sem tengist innreið og uppgang islam í Evrópu. Fréttatengt efni sem fjölmiðlar á Íslandi birta ekki bæði til þöggunar og vegna pólitísks rétttrúnaðar.
Ég hef séð verra.
Öfgahreyfing komin til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það eru ekki til nein samtök með þessu nafni á Íslandi samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.
Fréttin virðist vera um einhverja facebook síðu sem einhver ótilgreindur aðili hafi stofnað.
Alveg eins og ég gæti stofnað falskan facebook aðgang og stofnað síðu sem héti "Rússar gegn Vodka" eða eitthvað álíka.
Þetta er því ekkert annað en vindhviða í vatnsglasi.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.1.2015 kl. 22:01
Það sem gerist á Facebook gæti alveg eins gerst í draumi, hefur mér sýnst.
En já, stofnaðu "Rússar gegn vodka." Það væri kómískt og gæti laðað að sér áhugaverðar samræður í amk viku.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.1.2015 kl. 18:10
Ég er ekki á facebook.
Líf mitt fer fram í raunheimum, ekki draumheimum.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2015 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.