13.1.2015 | 16:54
Auðvitað.
Engin leið er að hindra með öllu að hryðjuverkaárásir, líkt og sú sem átti sér stað í París, höfuðborg Frakklands, í síðustu viku, geti átt sér stað.
Það hefur verið vitað síðan alltaf. Hryðjuverk eru ekkert nýtt fyrirbæri.
Kerchove, [...] sagði lausnina ekki vera að setja alla í fangelsi sem sneru heim frá Sýrlandi og Írak eftir að hafa barist þar með hreyfingum íslamista. Þar með yrðu fangelsi aðeins vettvangur sem nýttur yrði til frekari útbreiðslu öfgasinnaðra skoðana.
Sendið þá þá bara aftur til Sýrlands. Auðvelt, einfalt, ódýrt.
Kerchove minnti á vilja hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams til að ráðast á vestræn skotmörk.
Ég leyfi me´r að efast um getu þeirra til þes, en whatever.
Á sama tíma vildu hryðjuverkasamtökin al-Kaída undirstrika að enn væri full ástæða til þess að taka þau alvarlega.
Þeir eru, og voru alltaf alvöru.
Þannig væri vitað að al-Kaída í Sýrlandi væri á höttunum eftir fólki frá Evrópuríkjum sem ekki væri hægt að tengja við öfgar til þess að standa að árásum í Evrópu.
Það hlýtur að vera sjaldgæft fólk. Það er ekki beint heilbrigðasta og besta liðið sem æðir til Sýrlands til að taka af lífi fólk sem er A: ekki múslimar, eða B: múslima sem eru ekki í réttum trúflokk.
Frekari árásir fyrirhugaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.