Árið 2345

Áttu enga vini?

Prentaðu bara einn.


mbl.is Líkt eftir uppbyggingu líffæra: Framtíðin er í þrívídd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áður en hægt verður að "prenta vin" eins og þú orðar það, þá verður löngu á undan orðið hægt að taka afrit af sjálfum sér og vista í tölvu. Þegar þangað verður komið munum við átta okkur á því að þessir holdlegu líkamar voru bara til óþurftar og gerðu í raun ekkert gagn heldur voru aðallega að flækjast fyrir og gera okkur viðkvæmari. Enda munum við þegar þar að kemur verða búin að sjálfvirknivæða alla iðnaðarferla svo mannshöndin þurfi hvergi að koma nærri því að vinna verkin. Hlutverk okkar verður þá fyrst og fremst að stjórna tækjunum sem vinna fyrir okkur, og munum líka geta það mun betur sem rafeindamunstur heldur en við gerðum sem holdlegar verur með öllum ókostunum sem því fylgja eins og matartímum, klósettferðum, sjúkdómum, slysum og fleiru sem truflar okkur frá því sem við ættum raunverulega að vera að gera. Þegar við verðum komin á þennan stað í þróuninni mun engum detta í hug að "prenta vin" heldur verður bara búið til nýtt eintak á tölvutæku formi.

Það er tildæmis orðið mjög stutt í að fólk átti sig á því að það er algjör óþarfi að prenta út flest sem það prentar út núorðið. Í yfirgnæfandi fjölda tilfella verða örlög þess sem er prentað á pappír annaðhvort þau að einhver annar tekur við honum bara til þess eins að skanna skjalið aftur inn í tölvu sem er tvíverknaður, og þurfa svo að finna stað í skjalageymslunni fyrir pappírseintakið, og þá er það orðið þríverknaður. Eða þá að enginn mun lesa skjalið og það endar í ruslinu, en það er bæði sóun á pappír og bleki, sem og vinnunni sem fór í að útbúa skjalið og prenta það. Augljóslega er öll þessi prentun óþörf, því langoftast verður sama markmiði náð með því að senda viðtakandanum tölvuskjalið beint, án þess að prenta það út.

Fyrir mörgum árum síðan var miklu algengara að maður prentaði einhver skjöl út úr tölvunni en mun sjaldgæfara að skanna eitthvað skjal inn á tölvutækt form. Fyrir tæpum tveimur árum hafði þessi hlutfallslega skipting hinsvegar náð jafnvægi hjá mér. Núna í dag hefur skönnun algjörlega náð yfirhöndinni en það heyrir til algjörra undantekninga að ég prenti eitthvað út og þegar það er gert er það ekki vegna þess að ég þurfi á því að halda sjálfur heldur vegna þess að einhver annar biður um það, til dæmis með því að gera kröfur til mín um að tilteknum gögnum verði ég að skila á pappír. Þeim fer líka ört fækkandi sem eru svo gamaldags að gera slíkar kröfur.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2015 kl. 21:25

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er ekkert viss um að fólk geti eitthvað yfirgefið líkamann.  Það styttist í að eitthvert tækið öðlist sjálf, kannski, en að fólk fari eitthvað að gerast raf-verur tel ég ólíklegt.

Og það boðar ekkert eilíft líft.  Gögn geta líka eyðst.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.1.2015 kl. 11:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held að það hvort fólk geti flutt "sjálfið" yfir á tölvutækt form sé ennþá ósvöruð spurning, rannsóknir í taugavísindum á næstu árum munu kannski færa okkur nær einhverju svari.

Vissulega geta gögn eyðst, en það er líka hægt að taka varaafrit af þeim og dreifa víða um heim þannig að t.d. hamfarir á einum stað skemma þau ekki á öðrum stað. Samt gæti auðvitað alltaf komið loftsteinn og þurrkað út allr sem er á jörðinni. Það er spurning um hversu stór katastrófan er.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2015 kl. 11:46

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er pæling.

Ég persónulega efast um að þetta sé hægt.  En sumir eru nokkuð vissir um að það sé hægt.

Þessi gaur er á því að þetta gæti verið mögulegt:

http://www.bewilderingstories.com/issue203/lost_thought1.html

Mjög spes svona sci-fi hugmynd.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.1.2015 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband