22.1.2015 | 15:29
Ég sé vankanta á þessu
1: peningar sem ekkert meiri innistæða er fyrir = verðbólga.
2: Þeir hefðu geta gert þetta með færri peningum líka. Fengið bara meira fyrir hvern pening, svo að segja.
3: ef fjármálastofnununum sýnist svo.
4: En bara þeir sem halda að þeir geti borgað það - eða ætla það ekki. Það er enn ansi mikið atvinnuleysi þarna. Og svo eru staðir eins og Frakkland & Spánn, þar sem virðist einhverjum vandkvæðum bundið að stofna fyrirtæki, svo það er ólíklegt að margir þar taki lán.
5: Fellur um sjálft sig ef 4 verður ekki að veruleika.
6: Sjá 5.
Þeir munu hinsvegar fá raunverulega verðbólgu.
Svona á að bjarga evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Málið með punkt númer 1 er að þeir vilja verðbólgu. Þeir eru bókstaflega að segja að þeir séu að þessu til að koma í veg fyrir verðhjöðnun (sem er andstæðan við verðbólgu).
Hugmyndafræði seðlabankanna er að verðhjöðnun sé slæmur hlutur. Verðhjöðnun er tildæmis kennt um kreppuna miklu.
Seðlabankar hata verðhjöðnun, því þeir geta ekki stýrt því. Þegar það er verðbólga, geta þeir reynt að halda henni stöðugri með því að hækka og lækka stýrisvexti. En það er ekkert til sem heitir neikvæðir vextir svo að bankarnir hafa engin tól gegn því öðruvísi en að prenta meiri peninga og þannig stuðla að meiri verðbólgu.
Hvort það sé svo góð hugmynd er náttúrulega deiluefni nr eitt tvö og þrjú.
Einar (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 15:16
Verðhjöðnun er bara kreppueinkenni. Það er að segja, í heilbrigðu hagkerfi. Bendir til að vörur séu of dýrar til að fólk hafi efni á þeim.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.1.2015 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.