23.1.2015 | 16:20
Þau skilja þá ekki merkingu orðsins
Mikið finnst mér orðið af fólki sem ekki skilur tungumálið sem þá á að kunna. 23%? Kemur ekki á óvart.
Þó svo að maður fái gjafir í staðinn fyrir kynlíf þarf það ekki að vera vændi.
Það er skilgreiningin á vændi samt.
Charlotte Fuglsang, forstöðumaður kvennaathvarfsins Reden København segir mörkin hafa færst til í hugum ungs fólks vegna færni þeirra í notkun net- og samfélagsmiðla.
Eða þau vita ekki hvað orðið "vændi" þýðir. Og skilur heldur ekki hugtök eins og "greiðzla."
Það er greinilegt að ungu fóli finnst ekki eins að fá til dæmis iPhone eða tösku fyrir kynlíf eða peninga, segir Fuglsang.
Þau eru vissulega fól, held ég.
Hún segir það að taka á móti gjöfum í skiptum fyrir kynlíf vera vændi þó svo að það sé á gráu svæði.
Hvort er þá meira vændi að stunda kynlíf fyrir evrur eða dollara?
Mogens Holm Sørensen sem er ráðgjafi í vændismálum fyrir dönsk félagsmálayfirvöld segir þó óljóst hvar gráa svæðið hefst og endar hvað sé í raun vændi.
Mogens er moðhaus.
Bendir hann á að kynlíf geti einnig verið gjaldmiðill fyrir að komast inn í ákveðinn vinahóp eða fyrir vernd.
Er greiðzla á öðru formi ekki líka greiðzla?
Er kynlíf fyrir iPhone vændi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.