Er það sjaldgæft?

Ég stóð í þeirri meiningu að morð væri framið á hverjum degi í Sviss, lágmark.

Eða er fréttin að maðurinn notaði belti, en ekki eitthvað annað?  Svo það er þá sjaldgæft?

Eða það að hann henti líkinu í ána... sem er þá væntanlega næstum aldrei gert... eða hvað?

Eða var þetta kannski þekktur maður í Sviss?


mbl.is Myrti eiginkonu sína með belti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað fær þig til að halda það? Svisslendingar eru með lága morðtíðni miðað við mannfjölda, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Crime_in_Switzerland og sumir segja lægstu glæpatíðni heims, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=6nf1OgV449g. Það er góð regla að googla áður en maður heldur einhverju fram. Afhverju er glæpatíðni Svisslendinga svona lág? Mín skoðun er einföld? Þeir eru utan ESB. Ef þeir væru það ekki væri hún sú sama og í Austurríki og Þýskalandi. Svisslendingar eru líka friðsamt fjölmenningarland, þar búa frönskumælandi, þýskumælandi og ítölskumælandi fólk saman í friði og hafa gert lengi og landið hefur því aldrei einkennst af sömu þröngsýni með tilheyrandi heift og einkenndi nágrannalöndin. Svisslendingar eru í senn óvenjulega víðsýnir og hafa vit á að halda í sitt og standa utan við Evrópusambandið og eru að mörgu leyti farsælasta land heims, ekki bara þegar kemur að lágri glæpatíðni. Ég lét vídeóið fylgja með til að sýna að yfirborðsleg lög og reglur, um byssueign eða annað, lækka ekki glæpatíðni. Almenn byssueign myndi sömuleiðis ekki lækka glæpatíðni í Þýskalandi, sem er há af öðrum sögulegum ástæðum. Eins og sést hér er Sviss með mikið lægri glæpatíðni en Ísland sem er skammarlega lágt á lista miðað við að vera lítð forréttindaland þar sem ætti að vera viðráðanlegt að koma upp alvöru siðmenningu: http://www.elist10.com/top-10-countries-lowest-recorded-crime-rate/

https://www.youtube.com/watch?v=6nf1OgV449g (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 01:02

2 identicon

Herskylda er skylda í Sviss, byssueign almenn og landið er vel búið neðanjarðarbyrjum ef koma skyldi til kjarnorkustríðs eða efnavopnaógnar, nógu stórra til að allur almenningur geti dvalið þar. Svisslendingar eru engir fávitar, og það minnkar ekki lífslíkur manna eða hækkar glæpatíðni eða eykur ofbeldi að hugsa ekki og hegða sér eins og blábjánar, eins og leyniþjónustulausa, varnarlausa og að of stóru leyti ESB-biðlandi bláeyga litla Ísland ætti að hugleiða á einum hættulegustu tímum sem mannkynið hefur lifað og allra hættulegustu tímum sem okkar heimshluti þekkir. 

https://www.youtube.com/watch?v=6nf1OgV449g (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 01:07

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég stend alltaf í þeirri meiningu að fólk sé allstaðar eins, í grunninn.  þess vegna held ég að glæpatíðni í Sviss hljóti að vera nógu há til að svona lagað teljist vart fréttnæmt.

Fréttin kemur fyrir mér alveg utan úr geimnum, þar sem ekkert í henni er útskýrt.

Vegna þess að: maður bítur hund er alltaf frétt.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2015 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband