12.2.2015 | 16:56
Hver vill það ekki?
Við erum orðin leið á að fá lítið fyrir mikið. Sem er landlægt vandamál.
Í könnuninni kemur fram að stór hluti Íslendinga telur skattbyrði sína of háa en telur á sama tíma ónauðsynlegt að minnka opinber umsvif.
Grunar mig að þessi stóri hluti íslendinga stígi ekki í vitið.
Hreggviður sagði ákvörðun um umfang þjónustu hins opinbera vera jafnvægislist sem snúist um forgangsröðun og skilvirka nýtingu fjármuna.
Skilvirkni er ekki vinsæl.
Aðhaldsaðgerðir hins opinbera á síðustu árum hafi að mestu leyti verið í formi skattahækkana og samdrætti í fjárfestingu, sem seint yrði talin varanleg hagræðing.
Hinn kosturinn er að draga úr umsvifum ríkisstofnana, eða með því að leggja þær niður eða hætta að styrkja ónauðsynlega hluti - sem mætir alltaf talsverðum mótmælum.
Munum bara eftir því þegar þeir ætluðu í skjóli nætur að fækka aðeins í fiskistofu.
Hreggviður [...] vakti [...] athygli á því að einkageirinn hafi skapað sívaxandi verðmæti á hverja vinnueinungu á undanförnum árum. Opinberi geirinn hafi hins vegar setið eftir.
Hefur opinberi geirinn nokkuð framleitt annað en vandræði?
Jú... númeraplötur. En eru það alvöru verðmæti? Ekki flytjum við þær út.
Þannig hafi stöðugildum hjá hinu opinbera fjölgað um 30% á sama tíma og stöðugildum í einkageiranum hafi fækkað um 7% á sama tímabili.
Hafa ber í huga hér að opinberi geirinn framleiðir ekki. Hann er afæta.
Sagði Hreggviður að þessi þróun væri ósjálfbær.
Nákvæmlega.
Í máli Hreggviðs kom fram að með aðgerðum sem byggja á skynsamlegum markmiðum mætti komast hjá verulegri lífskjaraskerðingu Íslendinga á komandi árum.
Líkurnar á þ´vi að það gerist nálgast 0.
Sagði hann brýnt og tímabært að innleiða kerfisbreytingar sem geri okkur kleift að fá meira fyrir minna.
Kerfið vill ekki breytast þannig. Margt fólk vill ekki að kerfið breytist þannig, það á svo margt undir því.
En til þess að það sé mögulegt þurfi ný viðhorf.
Viðhorfum tekur kynsklóðir að breyta.
Íslendingar vilja mikið fyrir lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.