Hver vill það ekki?

Við erum orðin leið á að fá lítið fyrir mikið.  Sem er landlægt vandamál.

Í könn­un­inni kem­ur fram að stór hluti Íslend­inga tel­ur skatt­byrði sína of háa en tel­ur á sama tíma ónauðsyn­legt að minnka op­in­ber um­svif.

Grunar mig að þessi stóri hluti íslendinga stígi ekki í vitið.

Hreggviður sagði ákvörðun um um­fang þjón­ustu hins op­in­bera vera jafn­væg­islist sem snú­ist um for­gangs­röðun og skil­virka nýt­ingu fjár­muna.

Skilvirkni er ekki vinsæl.

Aðhaldsaðgerðir hins op­in­bera á síðustu árum hafi að mestu leyti verið í formi skatta­hækk­ana og sam­drætti í fjár­fest­ingu, sem seint yrði tal­in var­an­leg hagræðing.

Hinn kosturinn er að draga úr umsvifum ríkisstofnana, eða með því að leggja þær niður eða hætta að styrkja ónauðsynlega hluti - sem mætir alltaf talsverðum mótmælum.

Munum bara eftir því þegar þeir ætluðu í skjóli nætur að fækka aðeins í fiskistofu.

Hreggviður [...] vakti [...] at­hygli á því að einka­geir­inn hafi skapað sí­vax­andi verðmæti á hverja vinnu­ein­ungu á und­an­förn­um árum. Op­in­beri geir­inn hafi hins veg­ar setið eft­ir.

Hefur opinberi geirinn nokkuð framleitt annað en vandræði?

Jú... númeraplötur.  En eru það alvöru verðmæti?  Ekki flytjum við þær út.

Þannig hafi stöðugild­um hjá hinu op­in­bera fjölgað um 30% á sama tíma og stöðugild­um í einka­geir­an­um hafi fækkað um 7% á sama tíma­bili.

Hafa ber í huga hér að opinberi geirinn framleiðir ekki.  Hann er afæta.

Sagði Hreggviður að þessi þróun væri ósjálf­bær.

Nákvæmlega.

Í máli Hreggviðs kom fram að með aðgerðum sem byggja á skyn­sam­leg­um mark­miðum mætti kom­ast hjá veru­legri lífs­kjara­skerðingu Íslend­inga á kom­andi árum.

Líkurnar á þ´vi að það gerist nálgast 0.

Sagði hann brýnt og tíma­bært að inn­leiða kerf­is­breyt­ing­ar sem geri okk­ur kleift að fá meira fyr­ir minna.

Kerfið vill ekki breytast þannig.  Margt fólk vill ekki að kerfið breytist þannig, það á svo margt undir því.

En til þess að það sé mögu­legt þurfi ný viðhorf.

Viðhorfum tekur kynsklóðir að breyta.


mbl.is Íslendingar vilja mikið fyrir lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband