25.2.2015 | 07:25
Berum þetta saman við raunveruleg dæmi:
Í tillögum greiningardeildar segir:
Í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu nýlega og þeirra fjölmörgu árása sem unnt hefur verið að afstýra þar á síðustu misserum m.a. á grundvelli aukinna rannsóknarheimilda, er það tillaga ríkislögreglustjóra að gripið verði til eftirfarandi aðgerða:
Auknar rannsóknarheimildir? Eins og Frakkar voru með fyrir C. hebdó árásina? Þið vitið að það var vegna slíkra heimilda sem þeir vissu uppá hár hvaða gaurar þetta voru? Hjálpaði það?
-Hugað verði að lagasetningu um auknar rannsóknarheimildir lögreglu vegna rannsókna brota er beinast gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórn s.s. hryðjuverkabrotum, sbr. X. og XI. kafla almennra hegningalaga nr. 19/​1940 með síðari breytingum.
... og það hjálpar borgurunum... hvernig?
-Einnig verði hugað að lagasetningu sem banna ferðalög til þátttöku sem erlendir bardagamenn (e. Foreign fighters) í hryðjuverkastarfsemi.
Væri ekki meira vit í að hleypa þeim bara í gegn. Þeir eru væntanlega á leið eitthvert annað, svo ef við hleypum þeim í gegn losnum við við þá, og líka upprunaland þeirra.
Einhevr annar situr svo uppi með svarta pétur. Betra fyrir þá ef stjórnvöld í þeirra landi eru ekkert lík þeim hér á landi.
-Lagt er til að lögreglan verði efld til þess að sinna forvörnum og fyrirbyggjandi starfi á ofangreindu sviði með fjölgun lögreglumanna, sérfræðinga og bættum búnaði.
Til þess að menn sem ekki eru komnir hingað enn læri að koma ekki?
Uhm... ha?
-Einnig er lagt er til að viðbúnaðargeta almennrar lögreglu þ.m.t. sérsveitar vegna hryðjuverkaógnar og annarra alvarlegra voðaverka verði efld með auknum búnaði og þjálfun.
Frakkar eru með nokkuð sem er hugsanlega besta sérsveit í heimi. Það hjálpaði þeim ekkert.
- Lagt er til að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda með auknum heimildum til að miðla upplýsingum um einstaklinga sem kunna að ógna öryggi almennings.
Hér er góður púnktur. Spurningin er samt: verða ofbeldisfullir síkópatar enn sendir til að búa í Hraunbæ eða öðrum þéttbýlishverfum?
-Sköpuð verði félagsleg úrræði fyrir þá sem verða fyrir áhrifum róttækni (radikalíseringar, e. radicalization).
Ég er ekkert viss um að það sé einhver vilji eða geta til þess hér að gera það, ekki í raun og veru.
Vilja lög gegn vígaferðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
þannig að þú vilt bara ekki gera neitt?Ekki fá forvirkar heimildir til að fylgjast mep mönnum sem gætu haft hryðverk í hyggju og ekki búa betur að lögergkuni? Rétt skilið?
ólafur (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 10:05
Rangt skilið.
Ég kæri mig ekki um að enda með stórt, dýrt, óskilvirkt og gagnslaust kerfi sem á eftir að þvælast fyrir *mér.*
Ásgrímur Hartmannsson, 25.2.2015 kl. 17:02
En þú drullar yfir allt í greininni, gerir lítið úr öllu og ert greinilega á móti ríkinu og nánast löggunni... Best að leggja hana bara niður? Ég mein, greiningardeild og sérsveit frakka virkuðu ekki, bara leggja það niður? Hvað er málið?
Hallur (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 21:59
Ég benti einfaldlega á staðreyndir. Veruleikann eins og hann blasir við.
Þú nefnir Frakka: þeirra vandi verður endurtekinn hér: það verður vitað hverjir eru hugsanlegt vandamál, en, annað af 2 mun gerast, kannski bæði:
1: viðkomandi verða teknir en sendir út aftur, og gera þá eitthvað af sér, eða 2: viðkomandi verða ekki teknir, vegna .ess að 1, og gera þá eitthvað af sér.
Og það er ef maður lítur framhjá öllum false-positives.
Það eru alveg til aðferðir sem virka, og eru mjög ódýrar. Takið til dæmis eftir að þó að stór hluti allra terrorista í heimninum sé frá Sádí arabíu, þá eru nær engin hryðjuverk framin í Sádí arabíu.
Og talandi um sérsveitina: enginn er með hana í vasanum, svo hún kemur óhjákvæmilega *eftir* að búið er að drita alla niður.
Hún þarf að:
1: fá kallið.
2: græja sig upp.
3: ferðast á vetvang.
Þannig að ef þú þarft hana innan mínútu, kemur hún 14 mínútum eftir að þú þurftir hana. Alltaf.
Síðast en ekki síst: ríkið hefur ekki beint sýnt að það sé hæft til þess að gera nokkuð.
Ja, nei, ég bulla. Þeir eru rosalega góðir í að sóa peningum og klúðra hlutum.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2015 kl. 05:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.