Auðvitað ekki, þetta á að vera gott fyrir móralinn

Írakar hafa séð hvað tannlaus gamalmenni geta gert við ISIS, og virðast hafa hugsað með sér að þeir geti gert betur.

Verandi almennilega vopnaðir, nógu fjölmennir og *þjálfaðir.*

Allt sem Kúrdarnir eru ekki.

Þeir finna út úr þessu.  Þeir eru að fara að ráðast á minnimáttar.  Gaura sem eru bara ggóðir í aftökum, ekki bardögum.


mbl.is Koma ekki að bardaganum um Tikrit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og Íranir styðja við bakið á írakska hernum. Shía og sunní klofningurinn skiptir máli hér. Bandaríkjamenn eru ekki reiðubúnir að vinna með Íran ennþá, þannig að þeir sitja á bekknum í þetta sinn.

Wilhelm Emilsson, 3.3.2015 kl. 00:23

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Að Íranir séu orðnir hlýjir við Íraka er merkilegt.  Miðað við fyrri reynzlu af Írökum.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2015 kl. 17:25

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Saddam var súnní. Stjórnin í Írak núna er shía. Eftir fall Husseins hefur Íran stutt shía öfl í Írak með vopnum, þjálfun og peningum. Íran vil  tryggja að súnní múslimar komist aldrei aftur til valda í Írak, því það ógnar öryggi þeirra, eins og sagan sýnir.

Wilhelm Emilsson, 3.3.2015 kl. 18:16

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var samt voða töff stríð.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2015 kl. 19:13

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þegar þú segir „töff" þá meinar þú væntanlega „harðneskjulegt", ekki satt? Jú, stríðið milli Íran og Íraks var hrottalegt. Það stóð í átta ár og mannfall var að minnsta kosti milljón manns. Sumir segir tvær milljónir.

Wilhelm Emilsson, 4.3.2015 kl. 20:41

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var ansi hreint tilkomumikið.

Saddam gerði innrás, sem stoppaði á fjallgörðum Írans (sem er ekkert nema fjallgarðar, reyndar,) svo vour þarna sjóorustur sem voru allar hinar undarlegustu: það eru til vídjó af þeim þar sem þeir ert að dunda sér við að skjóta á olíuskip með RPG af ansi stuttu færi.

Tékkaðu á því ef þú hefur tíma.  Þetta er magnað stöff. 

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2015 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband