Þurfti þess?

Er ekkert "það" í sænsku?  Athugum þetta: (google translate) Jú: "det."

Nýju for­nafni, sem er hlut­laust hvað varðar kyn,

 

Á Íslensku:

Nýju for­nafni, sem er hvorugkyns,

Þumalputtareglan er: ef þú segir/skrifar "það varðar" þá þarftu að hugsa setninguna aðeins betur.  Það gerir hana bara skiljanlega. 

„Hen“ má nú nota í stað „han“ eða „hon“,

"Hen" er líka japanska fyrir "skrítið."

til að vísa til per­sónu án þess að gefa kyn henn­ar til kynna.

... þetta þarf vegna þess að...?

„Hen“ var upp­haf­lega kynnt til sög­unn­ar á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar, m.a. í viðleitni til að ein­falda tungu­málið. Orðið náði hins veg­ar aldrei fót­festu.

Auðvitað, þá var svo fátt hvorugkyns fólk.  En nú eru vélmenni um allt.

Það gekk í end­ur­nýj­un lífdaga um alda­mót­in, þegar trans­fólk tók það upp á arma sína og hef­ur notk­un þess auk­ist mjög síðustu ár.

Og transfólk.

Það má nú finna í op­in­ber­um gögn­um, dóms­úrsk­urðum, fjöl­miðlaum­fjöll­un og bók­mennt­um, og hef­ur tapað þeirri fem­in­ísku skýr­skot­un sem það eitt sinn hafði.

Það var þegar feminismi var ekki blótsyrði sem þýddi "rauðsokka."  Sennilega á þeim tæíma þegar "feminismi" var byrjaður að breytast í blótsyrði.

„Hen“ verður ekki eitt nýyrða í orðabók­inni sem kem­ur út 15. apríl nk., en þau verða alls um 13 þúsund tals­ins.

Hmm... meðal-maðurinn kemst af með kannski 2000 orð.  Jafnvel færri.


mbl.is Kynhlutlaust fornafn í orðabókina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband