24.3.2015 | 16:06
Þurfti þess?
Er ekkert "það" í sænsku? Athugum þetta: (google translate) Jú: "det."
Nýju fornafni, sem er hlutlaust hvað varðar kyn,
Á Íslensku:
Nýju fornafni, sem er hvorugkyns,
Þumalputtareglan er: ef þú segir/skrifar "það varðar" þá þarftu að hugsa setninguna aðeins betur. Það gerir hana bara skiljanlega.
Hen má nú nota í stað han eða hon,
"Hen" er líka japanska fyrir "skrítið."
til að vísa til persónu án þess að gefa kyn hennar til kynna.
... þetta þarf vegna þess að...?
Hen var upphaflega kynnt til sögunnar á sjöunda áratug síðustu aldar, m.a. í viðleitni til að einfalda tungumálið. Orðið náði hins vegar aldrei fótfestu.
Auðvitað, þá var svo fátt hvorugkyns fólk. En nú eru vélmenni um allt.
Það gekk í endurnýjun lífdaga um aldamótin, þegar transfólk tók það upp á arma sína og hefur notkun þess aukist mjög síðustu ár.
Og transfólk.
Það má nú finna í opinberum gögnum, dómsúrskurðum, fjölmiðlaumfjöllun og bókmenntum, og hefur tapað þeirri feminísku skýrskotun sem það eitt sinn hafði.
Það var þegar feminismi var ekki blótsyrði sem þýddi "rauðsokka." Sennilega á þeim tæíma þegar "feminismi" var byrjaður að breytast í blótsyrði.
Hen verður ekki eitt nýyrða í orðabókinni sem kemur út 15. apríl nk., en þau verða alls um 13 þúsund talsins.
Hmm... meðal-maðurinn kemst af með kannski 2000 orð. Jafnvel færri.
Kynhlutlaust fornafn í orðabókina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.