Menn verða að hafa áhugamál

Annars verður lífið leytt.

En sumum finnst náttúrlega gaman að leiðast.  Og mörgum þeirra finnst að öllum öðrum ætti að leiðast með þeim.

Fólk virðist ekki skilja áhugamál.  Skrítið.

"Þeir fimmtán re­públi­kan­ar sem helst hafa verið nefnd­ir sem mögu­leg­ir for­setafram­bjóðend­ur flokks­ins á næsta ári eiga að minnsta kosti fjöru­tíu skot­vopn sam­an­lagt."

Það er ekki mikið.  það gefur bara til kynna svona casual áhuga.

"Nær all­ir eru þeir al­farið á móti hert­um regl­um um skot­vopna­eign."

Auðvitað.  Ef þú værir til dæmis golfari, þá værir þú ekkert að lobbýa fyrir hertum reglum um golf.

"The Washingt­on Post fjall­ar um skot­vopna­eign von­ar­stjarna Re­públi­kana­flokks­ins."

Washington post eru ekki alveg með hlutina á hreinu:

"Former Texas governor Rick Perry is so well-armed, he has a gun for jogging."

Er það skilgreiningin á því að vera vel vopnaður?

Jæja?

Svo kemur þessi gimsteinn hér:

"Real estate tycoon Donald Trump owns two pistols, a Heckler & Koch .45 and a Smith & Wesson .38.

Even though he is Donald Trump, and he often travels with bodyguards."

WP fellur í rökfræði að eilífu.

"Þannig á öld­unga­deild­arþingmaður­inn Linds­ey O. Gra­ham tólf skot­vopn, þar á meðal AR-15-hríðskota­byssu..."

AR-15 er varmint-riffill.  Alveg nákvæmlega eins og t.d. Tikka T3.  Nema Hálf-sjálfvirkir.  Herinn notar ekki einu sinni AR-15 sem hríðskotabyssur.  Menn fá ekki margar vikna þjálfun til þess að úða blýi út í loftið. 

Ólík­legt verður því að telj­ast að lög um skot­vopna­eign verði hert í Banda­ríkj­un­um ef full­trúi re­públi­kana sigr­ar í for­seta­kosn­ing­un­um 2016 þrátt fyr­ir að heit­ar umræður hafi skap­ast í land­inu eft­ir fjölda blóði drif­inna skotárása í skól­um og öðrum op­in­ber­um stöðum und­an­far­in ár.

Skotvopnum fjölgaði gífurlega vegna fjölda skotárása *þar áður,* og það er þekkt (sjá James Holmes) að *hugsamnleg tilvist,* ekki nauðsynlega *raunveruleg* tilvist skotvopna hafi fælt skuggalega menn frá. 

Viljiði íslenskt tilvik?

Skansinn, way back in the tyrkjarán.  Þar var fallbyssa, og hún var það sem skifti máli.  (Það var reyndar enginn við hana, en það vra víst nóg að það væri byssa.  Þessir sjóræningjar eru svo hrikalega anti-gun eitthvað.)

Það er það sem kaninn er að hugsa.

Og svo er fólk hér á Íslandi að hafa áhyggjur af því hvað einhverjir menn í USA eiga margar byssur...

Verið bara ekki að plotta nein innbrot hjá þeim, og þá verða engin læti.


mbl.is Þungvopnaðir frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband