12.4.2015 | 14:50
Þetta verður stéttamerki í framtíðinni
Svipað og reykingar núna, giska ég á.
Ungmennum sem taka almenn ökuréttindi strax við 17 ára aldurinn fer fækkandi, en um 70 prósent af árgangi taka nú bílpróf samanborið við 85 prósent um aldamót.
Rúnturinn heillar á ekki lengur?
Sennilega ekki.
Mbl.is fór á stúfana og talaði við bílprófslausa nemendur Menntaskólans í Reykjavík um það hvers vegna þeir tóku prófið ekki á réttum tíma.
Er réttur tími? Ekki tók ég prófið alveg strax. Það var ekkert mjög aðkallandi - allt var einhvernvegin innan göngufæris.
Þetta verður mjög mikilvægt þegar maður fer til Reykjavíkur.
Ástæðurnar voru misjafnar, en þó virtist leti og gleymska spila inn í hjá mörgum.
Alzheimerinn kemur sterkur inn, og snemma.
Þá nefndu nokkrir að þörfin fyrir bílpróf væri ekki mikil þar sem vinir og ættingjar væru duglegir að skutla auk þess sem almenningssamgöngur væru ágætis ferðamáti.
Núna já. En hvað með seinna? Það er ekkert alltaf hægt að vera baggi á vinum og ættingjum, og SVR er sá vafasamasti ferðamáti sem ég hef kynnst. Sérstaklega undanfarin 3-4 ár.
Bílprófið kostar 220 þúsund krónur að lágmarki
Það er okur.
Hlutdeild vistvænna samgangna hefur aukist töluvert í Reykjavík undanfarin ár
Bíllinn minn er mjög vistvænn. Hann gefur nefnilega frá sér svo mikið CO2.
... og æ fleiri bílstjórar og farþegar velja fremur ganga eða hjóla á ferðum sínum um borgina.
Kannski eru það ekki "bílstjórar" & "farþegar," heldur allt þetta lið sem velur að taka ekki bílpróf annars vegar, og hinsvegar liðið sem finnur engan til að skutla sér. Sem er sami hópurinn.
Arnór Bragi Elvarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir breytinguna ekki óeðlilega þar sem ungt fólk átti sig á því að aðrir valkostir standi til boða en einkabifreiðin.
Ég bíð eftir að þau fari að eignast börn. Það verður áhugavert.
Sú vitundarvakning hefur vissulega átt sér stað, enda löngu orðið ljóst að það er ekki sjálfsagt að ungt fólk eigi bíl, hvort sem ástæðan sé að einkabíllinn höfði ekki til ungs fólks eða það að nemendur hafi ekki nóg á milli handanna til þess að reka bílinn, segir hann.
Samspil beggja, kannski. Eins og ég sagði í upphafi, þetta verður vísbending um staðsetningu í stétt. Lægra settir verða ekki með bílpróf, og verða því ekki eins hreyfanlegir og háðari öðrum.
Arnór bendir á vefsíðu FÍB þar sem fram kemur að kostnaður við ódýrasta bílinn sé rúmlega 1,2 milljónir á ári,
Ég fékk út miklu lægri tölu.
en á sama tíma geri framfærslugrunnur LÍN aðeins ráð fyrir 79 þúsund krónum í ferðakostnað á ári.
Lín er heldur ekkert í neinum tengzlum við raunveruleikann. Einhver segi þeim að það er ekki lengur 1995.
Þá bendir hann á að með átökum eins og Hjólað í Háskólann sé vel hægt að sjá mikinn áhuga nemenda á því að leggja einkabílnum og hjóla, en um 3.700 nemendur HÍ skráðu sig til leiks í átakinu sem stóð frá 23.-26. mars sl.
Sem virkar fínt meðan þú þarft ekki að skutla krökkum. Kannski er framtíðin heimavinnandi húsmæður? Nema til standi að koma öllum krökkum í skóla/aðra hluti innan göngufæris?
Það verður þá að gerast í öllum hverfum, annars verður vesen.
Tóku ekki bílprófið vegna leti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.