Þetta er nú ljóta vitleysan

Við stönd­um frammi fyr­ir mikl­um vanda sem þjóð og erfitt verði að finna lausn sem ekki hef­ur í för með sér verðbólgu.

Nah, létt verk og löðurmannlegt.  Að hrinda lausninni í framkvæmd... ekki eitthvað sem ríkið vill, eða megnið af fólkinu.

Hægt væri til dæmis að lækka tekjuskattinn, nú, eða fella hann alveg niður.  Ríkið gæti þá bara lifað af VSKinum.

Höfum í huga hér að ríkið tapaði ekkert á skattlausa árinu.

Eða þeir gætu dregið eitthvað, mikið, eða alveg úr pappírsveseni í kringum fyrirtæki almennt.

Spurður hvað sé til ráða svar­ar Pét­ur: „... Það er að segja að lægstu laun­in yrðu niður­greidd af rík­is­sjóði.

Það er ekki það sem orðið "niðurgreitt" þýðir.

Ég hélt að ríkið tæki öllu sem gerði kerfið smá flóknara fagnandi.

Þetta væri fyrsta vers, annað vers væri það að taka til baka launa­hækk­un­ina sem veld­ur verðbólg­unni með skyldu­sparnaði.

Ha?  You lost me there.

Svo kemur þetta:

1 atriði: Í ár­daga var [verkfallsrétturinn] heil­agt vopn sem beind­ist gegn fyr­ir­tæk­inu sem menn unnu hjá.

2 atriði: Farið var í verk­fall til að valda fyr­ir­tæk­inu sem menn unnu hjá skaða og þvinga það þannig til að borga hærri laun.

3 atriði: Síðan upp­götva menn um all­an heim að það er mikið sniðugra að valda þriðja aðila tjóni.

Niðurstaða Péturs: Það er ein­mitt þetta sem er að ger­ast núna og mín kenn­ing er sú að þeir sem valda þriðja aðila mestu tjóni eru með hæstu laun­in, flug­menn, lækn­ar og aðrir sem kom­ast af ein­hverj­um ástæðum í odda­stöðu til að valda tjóni.

Og ég spyr: ætti þá fólk í þjónustustörfum ekki að fara í verkfall af mórölskum ástæðum?

Kjaftæði, segi ég.

Þess­ir aðilar geta haldið heilu at­vinnu­grein­un­um í gísl­ingu og valdið gíf­ur­legu fjár­hagstjóni með sín­um verk­fallsaðgerðum. Er það þetta sem menn sáu fyr­ir sér að verk­falls­rétt­ur­inn myndi leiða til?“

Ég hugsa... já.


mbl.is Þörf á ljótum aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband