10.5.2015 | 00:08
Hver vann?
Hvenær má nota tjáningarfrelsið til að móðga og særa og hvenær ekki?
Alltaf, annars er það ekki tjáningarfrelsi.
En í mörgum Evrópulöndum, þ.ám. Danmörku, hafa verið sett lög sem setja tjáningarfrelsinu meiri skorður, aðallega gegn svonefndum hatursáróðri.
... sem er loðið og teygjanlegt hugtak.
Eða húmor. Og á að banna hann?
Það má örugglega reyna. Er ekki einmitt klám enn bannað, án þess að það hafi nokkurntíma verið skilgreint?
Tveir franskir félagsfræðingar hafa kannað forsíðumyndir blaðsins [Charli Hebdo] undanfarin 10 ár, alls 523 síður. Í ljós kom að 485 fjölluðu um stjórnmál, efnahagsmál og slík efni. Trúarbrögð komu við sögu á 38 forsíðum, kristni var aðalefnið á 21 þeirra en íslam aðeins sjö.
Menn finna sér alltaf afsökun.
Margir benda auk þess á að þegar árás á trú sé kölluð rasismi séu menn farnir að blanda illilega saman hugtökum, þau missi á endanum alla merkingu. Kynþáttur ákvarði ekki trú.
Að benda á þetta er náttúrlega bara rasismi.
Franski sagnfræðingurinn Emmanuel Todd er einn þeirra sem hafa gagnrýnt viðbrögðin í kjölfar morðanna á skrifstofu Charlie Hebdo. Hann segir að mótmælin miklu í París 11. janúar, með þátttöku leiðtoga og stjórnmálamanna frá mörgum löndum, til stuðnings tjáningarfrelsinu hafa verið hneisa. [...] Lágstétt múslíma hafi alveg vantað...
Kannski eru þeir bara ekkert fyrir tjáningarfrelsi. Eða frelsi almennt. Séu kannski bara nazistar.
Ráðamenn PEN voru ósammála. Frá okkar sjónarhóli er hugrekkið aðalatriðið, segir Suzanne Nossel, framkvæmdastjóri deildarinnar. Það gengur ekki að hægt sé að skerða tjáningarfrelsið með byssuhlaupi.
Er eitthvað betra að tjáningarfrelsið sé skert með borgaralegri útskúfun?
Byssuhlaup gegn skopmyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.