Kefið hefur aldrei þjónað fólkinu

Ég held að það hafi reyndar aldrei á að gera það.

"Í dag þjón­ar kerfið ekki leng­ur fólk­inu, kerfi sem var búið til á ein­fald­ari tím­um."

Alltaf þetta "einfaldari tímar" bullshit.  Ekkert hefur breyst.

"Okk­ur er tal­in trú um það á hverj­um degi að við höf­um eng­in völd. Það er lygi,"

Já, og nei.  Aldrei lesið "Leviathan?"  nei, sennilega ekki... útskýrir allt.  Hobbes er mjög fasískur hugsuður, en það er það sem gerir hann alltaf svo viðeigandi.

"Birgitta fjallaði meðal ann­ars um gagna­gögn (e. meta­data) og sagði hún að sta­f­ræn saga fólks væri aðgengi­leg öll­um þeim sem hafa áhuga á henni. Líkti hún sta­f­rænu sög­unni við skugga sem elt­ir mann­eskj­una alltaf."

Ég hef ástæðu til að ætla að mitt metadata gefi algjörlega ranga mynd af mér - targeted ads benda til þess.

"Við bjugg­um til kerfið og við get­um því auðveld­lega breytt því aft­ur,"

Aha... reyndu, og sjáðu hve auðvelt það er.

"Bylt­ing, það er upp­á­halds orðið mitt. Orðið þýðir breyt­ing­ar, þróun með ást."

Hefur aðra merkingu fyrir mér: breyting til hins verra, með ofbeldi.

"Í lok­in sagði Birgitta að henni þætti afar mik­il­vægt að gera nýja stjórn­ar­skrá. “Það er aug­ljóst að við get­um ekki haft hlut­ina svona áfram,” sagði Birgitta."

Af hverju ekki?  Þetta þarfnast nánari útskýringar.

"Ef þú vilt lifa í lýðræði verður þú að taka þátt í því. Það er vinna og hún er erfið en hluti af dag­legri rútínu okk­ar,“ sagði Birgitta."

Þar ratast henni satt orð á munn.


mbl.is Birgitta: Ég var ljóti andarunginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband