Sum þarf ekki að fjarmagna

Þetta með til dæmis að fækka skattþrepum og draga þannig úr skattpíningu á landsmenn er í fyrsta lagi einfaldara, og þar með ódýrara kerfi fyrir ríkið, og í öðru lagi kaupmáttaraukning fyrir fólkið, sem mun koma vel út fyrir ríkiðvegna aukinnar neyzlu.

Beinn kostnaður við aðgerðirn­ar er tal­inn níu til ell­efu millj­arðar króna.

Sem er reiknað hvernig?  Hverjar eru forsendurnar?

Hann sagði jafn­framt að kjara­samn­ing­arn­ir, sem und­ir­ritaðir voru í gær, færu út fyr­ir þau mörk sem mark­mið um stöðug­leika þola.

Það er misjafnt milli fyrirtækja.

Viðbúið væri að vext­ir myndu nú hækka. 

Það er mannasetning.

„Menn mega held­ur ekki gleyma því að ríkið er að koma inn með al­veg gíf­ur­lega mikl­um aðgerðum og þung­um.

Loksins, segi ég bara.

Það er sjald­an sem ríkið hef­ur komið inn í kjara­samn­inga með eins af­ger­andi hætti,“ sagði Þor­steinn einnig.

Kjaftæði.  Málið er að venjulega grefur ríkið undan kaupmætti fólks, með allskyns bulli eins og VSK, olíugjaldi, sykurskatti, tollum osfrv.

Að skattar séu lækkaðir, þó lítið sé, er nýlunda þú það sé keimlíkt inngrip.

Hann sagðist einnig vera sam­mála Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráðherra um að skatta­hækk­an­ir hlytu að koma til greina ef sú staða kæmi upp að mæta þurfi verðbólgu og þenslu í hag­kerf­inu.

Þorsteinn þarf að láta skoða hausinn á sér ef hann heldur að það sé rétt.

Hvar læra þessir menn hagfræði?


mbl.is Ekki búið að fjármagna aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Það er mjög jákvætt að lækka skatta.

Fyrir alla.

hvells

sleggjuhvellur, 30.5.2015 kl. 17:21

2 identicon

Þorsteinn vill kannski bara hækka skatta, og drepa allt niður.

Sem lýsir honum miðað við það sem hann stendur fyrir.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband