21.6.2015 | 17:42
Meðallaun hjúkrunarkvenna eru 635.697
Segir hér: http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Starfsmannamal/FIH-ML-1Q-2015.pdf
Sem þýðir að þær eru rukkaðar um 39,74% tekjuskatt, sem gerir útborgað: 383.325.
Hækki þær um 20%, þá hækka þær í 762.836, sem gerir 459.990 eftir skatt, eða raunhækkun uppá 76.665 kr.
Hvernig væri í staðinn að lækka bara skattprósentuna niður í 25%? Þá fengju þessar hjúkkur strax 476.773 í vasann, án þess að hækka í launum (fyrir skatt.)
Ef það yrði gert á línuna yrði mikill uppgangur hér.
Það er of góð hugmynd til að komast í framkvæmd. Of góð til að komast til tals einu sinni, vegna þess að "það er ekki gott fyrir þá lægst launuðu," er mér sagt. Það er mér sagt, á hverjum degi, og mikið í lagt, að þessir blessuðu lægst launuðu hafi það betra eftir því sem þeim er gert erfiðara að eiga fyrir útgjöldum.
Ekki er mér fulljóst hvernig það virkar.
Boðið 20% launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ekki gleymna því að tekjuskatturinn er nú rétt um 25%, 27%. Hins vegar væri þá eins hægt að gera heilbrigðisstarfsfólk undanþegið útsvari sveitafélaga, sem þá myndi ná heildarskattinum niður í 25-27%. En við vitum hins vegar hvað það myndi gera, þá myndu allir vilja slíkar undanþágur og það myndi engan enda taka.
Satt er að skattur mætti alveg lækka, og taka til í ríkisrekstri, enda er eytt í alls kyns óþarfa hér og þar. Held að það væri hægt að útfæra þetta á marga vegu sem væru ásættanlegir, einfalda margt en það bara er ekki ráðist í það.
ViceRoy, 21.6.2015 kl. 18:06
Meðaltölin segja að hinir lægst launuðu séu með nærri hálfa milljón á mánuði í tekjur. Vaktaálag, aukavaktir, næturvinna, vinna í sumarfríi og vinna á fleiri en einum vinnustað hífa launin upp og gera kjarabætur til þeirra óþarfar. Er það ekki?
Gústi (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 18:39
Vice: tekjuskatturinn er ~40% í miðstigi. 37 í neðra þrepi, og 42 í efsta. Ekki 27.
Segir ríkisskattstjóri.
Gústi: ekki veit ég hvaðan þú hefur þessar tölur.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.6.2015 kl. 22:57
Sorry vinur, ég orðaði þetta kannski aðeins skringilega, eða ekki nægilega vel.
Skatturinn sem við borgum er 37% en honum er skipt í raun í tvennt vinur minn, og í rvk fara rúm 12% af honum til borgarinnar og svo eru önnur sveitarfélög með aðrar prósentutölur, þannig að þessi 12% (ekki af heildarskattinum, heldur 12% launa) þannig að skattur beint til ríkissjóðs af launum eru í raun 25%, þannig að það má eins segja að tekjuskattur ríkissjóðs (sem er auðvitað skattur af tekjum) sé 25% og svo skattur af tekjum (sem er auðvitað líka tekjuskattur (skattaprósenta af tekjum einstaklinga)) séu 12%.
ViceRoy, 23.6.2015 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.