Ein kemur hér spýta...

svo kemur hér spýta, svo spýta í kross.

Allar úr tré.  Vegna þess að þetta eru spýtur.

Já...

Illt er í efni ef menn geta ekki límt saman spýtur með smá trélími.  Eða bundið þær saman.

Samt er þessi lína einna best: "...all­ir íspinn­arn­ir hefðu verið með tré­spýt­um"

Ég sé það fyrir mér... íspinni, með fullt af litlum spýtum standandi út hér og hvar, svo minnir helst á broddgölt.  Spýtur sko, allt of stórt til að geta kallast flísar.


mbl.is Biðjast afsökunar á tréspýtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst tréspýtan best, og sem betur fer er slíku þingi stungið inn í minn eftirlætisís, nefnilega lúxus-karamellupinnann frá Kerís. (Ég er úr A-Skaftafellssýslu..)

OG ég naga spýtuna og  flísa hana niður í heppilega tannstöngla og gernýti því allt þingið og uni glaður við mitt. 

jon (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 15:37

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í mínu ungdæmi kölluðum við þetta "pinna," og allar spýtur voru alltaf úr tré, og því klifun að segja að þær væru úr því efni.

Svona eins og að segja: þessi dós er úr málm-áli, eða þessi plastpoki er úr gervi-plasti.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.6.2015 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband