25.6.2015 | 17:55
Miðað við gefnar upplýsingar: ekki þarna
Förum yfir rök með og á móti:
Með: fjórar konur hafa fundist látnar og tvær hafa horfið í smábæ í fylkinu á einu ári.
Á móti: ef nógu margir búa í smábænum er það kannski eðlilegt.
"Tæplega 22,000 búa í Chillicothe sem í um 96 kílómetra fjarlægð frá borginni Columbus."
Hver er glæpatíðnin þar?
Með: þær eru á svipuðum aldri/líta út fyrir að vera á svipuðum aldri.
Á móti: þær voru flestar í dópi, sem er ekki beint vænlegt til lengra lífs. Og vændi, sem er vænlegt til ... alsskyns.
Á móti: "Samkvæmt krufningarskýrslu lést hún vegna ofneyslu eiturlyfja"
"...en móðir hennar, Angela Robinson, telur að dóttir hennar hafi verið látin þegar hún var sett í vatnið."
Segir okkur ekkert.
Hún var dauðhrædd við vatn. Hún gat ekki synt og var hrædd við skóginn, sagði Robinson í samtali við ABC News.
Eins og vatnshrætt fólk geti ekki líka drukknað.
"Á jóladag 2014 hvarf Shasta Himelrick en hún var tvítug. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hún ólétt þegar hún hvarf en hún fannst látin 2. janúar ofan í á. Samkvæmt krufningu drekkti hún sér en engir áverkar fundust á líkinu."
Hvernig sést við krufningu hvort hún drekkti sér eða datt ofaní ána, eða var hrint?
Engar upplýsingar.
"Fimmta konan hét Timberley Clayton. Lík hennar fannst í skurði í síðasta mánuði. Hún hafði verið skotin í höfuðið þrisvar en samkvæmt lögreglu er einn aðili grunaður um málið."
Nokkuð aulgjóslega morð, en eitt stakt morð þýðir ekki raðmorðingi.
Sjötta konan hét Tiffany Sayre og hvarf 11. maí á síðasta ári eftir að hún kláraði vaktina sína á móteli. [...] Lík hennar fannst vafið í lak í niðurfalli 20.júní.
Grunsamlegt.
Allt í lagi: Eitt tilvik er án alls vafa morð. Eitt er meira en lítið grunsamlegt. Hin... gætu allt verið slys.
Annars höfum við of litlar upplýsingar.
Gengur raðmorðingi laus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.