5.7.2015 | 20:36
Of snemmt að segja
Grikkland fer á hausinn. Það hefði farið á hausinn hvort sem þeir segðu já eða nei. Vegna þess að efnahagurinn var óháður því.
Fara þeir eitthvað betur eða verr á hausinn?
Veit ekki.
Er gjaldþrotið evrunni að kenna?
Nei. Þetta er allt grikkjum sjálfum að kenna. Og löng saga á bakvið - eldri en jafnvel EB. Þetta gjaldþrot eiga þeir skuldlaust. Þeirra kerfi, sem þeir bjuggu til, og neita að laga, þó það sé hægt, er of dýrt í rekstri.
Á björtu nótunum, þá hætta menn kannski að lána þessum apaköttum peninga núna, þegar ljóst er orðið (og var fyrir mörgum árum) að þeir gætu ekki borgað jafnvel þó þeir vildu.
Skoðið þetta. Flettið grikklandi upp og teljið byltingarnar.
Evrópusambandið virðir niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Grikkland er búið að vera fjórðung síðustu 200 ára í gjaldþroti eða einhverskonar endurskipulagningu, svo þeir eru líklega vanir þessu.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 23:50
Það er erfitt að rífa sig uppúr vananum...
Ásgrímur Hartmannsson, 10.7.2015 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.