11.7.2015 | 20:41
Vegna þess að ég hef ekkert betra að gera í augnablikinu:
Flokkinn vantar forystu.
... ha? Virkar ekki gaurinn sem er núna við stjórn?
Af því leiðir annað vandamál sem er óskýr og almennur málflutningur
Skoðum það nánar: (af vef samfó, XS.is:)
Undir liðnum stefnumál:
"Stefna Samfylkingarinnar grundvallast á jafnaðarstefnunni sem lagt hefur grunninn að velferðarsamfélögum Norðurlandanna og Norður Evrópu. Á sama tíma og bæði forsjárhyggja ríkisrekins áætlunarbúskapar og afskiptaleysi og markaðstrú nýfrjálshyggjunnar hafa beðið skipbrot á örfáum árum standa samfélög byggð á jafnaðarstefnunni sterkust."
Þeirra orð, ekki mín.
Fyrsta setning: Stefna Samfylkingarinnar grundvallast á jafnaðarstefnunni sem lagt hefur grunninn að velferðarsamfélögum Norðurlandanna og Norður Evrópu.
En nú er það svo að stefna samfó er ekkert það lík stefnu noðrurlanda, nema svona rétt í svip.
Svo þetta eru í besta falli ýkjur.
Svo: Á sama tíma og bæði forsjárhyggja ríkisrekins áætlunarbúskapar og afskiptaleysi og markaðstrú nýfrjálshyggjunnar hafa beðið skipbrot á örfáum árum
Já, við höfum haft forsjárhyggju alveg síðan... ja, alltaf. Seinast þegar ég vissi fór samfó þar fremst í flokki.
Nýfrjálshyggja er merkingarlaust slagorð. Svona eins og "brauðmolakenningin." Strámaður.
standa samfélög byggð á jafnaðarstefnunni sterkust
Nefnið nú dæmi.
Ég skal: Zimbabwe, Kúba, Grikkland, Venezúela. Svo fáein séu nefnd.
Lygi, sem sagt.
Mér sýnist óskýr málflutningur ekki vera vandinn, frekar augljósar lygar og hreint bull.
og þar af leiðandi óljós stefna.
Við lentum í að taka stefnu þeirra fyrir skömmu, og höfðum lítt gaman af.
Í stað stefnufestu sem er forsenda trúverðugleika í stjórnmálum
Og hér er ég haldandi að hreinskilni sé forsenda trúverðugleika. Ja, og líka það að búa ekki bara til eitthvað ef ekki er til svar.
Föst stefna getur verið byggða á algerri þvælu, sbr öll heimsins trúarbrögð.
hafa fulltrúar flokksins farið of almennum orðum um almenn gildi í hverju málinu af öðru frekar en að beita sér af þunga í málum sem varða almannahag.
Þeir hafa þvaðrað og reynt að koma okkur í verri og verri klípu. Ekki fæ ég séð að það væri betra ef þeir segðu sannlega hvaða klípu þeir ætluðu sér að setja okkur í fyrst. Klípa er klípa.
Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar,
Já, hún var einmitt hluti af vandamálinu, þegar hún á einarðan og stefnufastan hátt ætlaði sér að bæta hómópatíu og öðrum galdraaðferðum við heilbrigðiskerfið.
Ekki henni til framdráttar.
skoðanakönnun MMR sem sýndi flokkinn með 9,7% fylgi.
Þó það mikið? Fólk...
Gagnrýnir hún [...] Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi þingmann og ráðherra Samfylkingarinnar, fyrir að vera í afneitun vegna orða hans í gær um að flokkurinn ætti eftir að taka flugið á ný.
Bjartsýni í manninum vissulega, en þau eru samt með 9.7% fylgi skv könnun, sem gefur til kynna að ~9.7% sjái ekkert athugavert við hómópatíu í stað læknisfræði, inngöngu í EB til þess að aðstoða Grikki til að koma sér í meiri skuldir, stuðning við palestísnk hryðjuverkasamtök (og antísemitisma), að gert sé sjáanlegt bil milli almennings og elítunnar, og svo framvegis.
Þau gætu tekið flugið á ný, þegar kemur á daginn að píratar eru ekki einhverskonar fasistaflokkur.
Samfylkingin hefur ekki náð neinni fótfestu eftir síðustu kosningar enda glímir hún við augljósa forystukreppu
*facepalm*
Þá á ég við þá stefnu- og ákvarðanafælni sem einkennt hefur Samfylkinguna mörg undanfarin ár
Hún er góð, vegna þess að allar þeirra ákvarðanir eru kjaftæði byggt á ranghugmyndum og óskhyggju, ef ekki illsku.
... en frómur maður sagði einu sinni að maður ætti ekki að taka það sem illsku sem eins væri hægt að afgreiða sem heimsku.
Samfylkingin ekki náð fótfestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.