16.8.2015 | 22:37
Svona verða úthverfi til
Þar sem enginn hefur efni á að búa í miðbænum er nauðsyn að byggja þar sem lóðaverð er lægra.
Ég sé einnig að þeir hafa fundið eitt af fáum einbýlishúsum í Detroit sem er ekki búið að brenna til grunna. Vel af sér vikið, það.
Svipað húsnæðisverð þar og hér í eyjum þá, en hér stendur allt og fellur með hvernig fiskast.
Öllum er sama meðan ekkert veiðist, en um leið og eitthvað fiskast kemur öfundin upp.
Mig grunar að á flestum þessum stöðum séu menn ekki að flytja inn nema skifta á húsnæði sem þeir eiga fyrir.
Annað sem vert er að hafa í huga er, að í útlöndum eru vextir (alltaf óverðtryggðir) frá 0.2% (Japan) uppí *allt að* 3%.
Það er öllu auðveldara fyrir meðal-manninn að punga út fyrir 3 milljón króna kústaskáp á þannig kjörum.
En... þetta reynist samt of dýrt. Sem veldur því að miðborg London er tóm. Þar búa ansi fáir. Og allt einhverjir sem hafa fengið húsnæðið í arf, eða eru *ógeðslega ríkir.*
Hvernig hús fæst fyrir 40 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Í Detroit voru einbýlishús auglýst til sölu á 1 bandarískan dal, hvert. ($ 1,00)
Enginn kaupandi fannst !
Tryggvi Helgason, 17.8.2015 kl. 14:30
Auðvitað ekki. Það er Detroit. Þangað hef ég komið. Það er mjög eyðilegur staður og óvistlegur.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.8.2015 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.