... og ekki það sem hann heldur.

„Ég hef alla tíð verið sósí­alisti en merk­ing­in er orðin útþynnt í dag. Ég veit ekki hvað það þýðir leng­ur.

Vissi hann það nokkurntíma?  Skoðum:

Ég tel að verðmæta­sköp­un eigi að vera í hönd­um einkaðila,

Það er ekki sósíalismi.

ríkið á ekki að vera í mikl­um rekstri.

Ekki sósíalismi heldur.

Ríkið á þó að sjá um margt, meðal ann­ars heil­brigðis­kerfið, al­menn­ings­sam­göng­ur og fleira,“

Þetta er bara standard system allra lýðræðisþjóða.  Annars, hvað er þetta "fleira?"

Spurður út í þá staðreynd að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur sé lægri en tekju­skatt­ur sagði Kári: „Ég á í erfiðleik­um með að skilja hvers vegna skatt­ur á eign­ir eigi að vera minni en skatt­ur af vinnu, sér­stak­lega þar sem tekj­ur af eign­um eru tekj­ur sem koma ein­göngu til þeirra sem eiga eign­ir.

Ég held þetta sé hugsað til þess að fá fólk með auka-tekjur til að fjárfesta.  Það er samt eiginlega of vitræn hugmynd til þess að vera ástæðan fyrir þessu...

Rök­semd­in um end­ur­fjárfest­ingu hef­ur verið notuð og að ef fjár­magn­s­tekju­skatt­ur er hækkaður verði það til þess að fólk myndi flytja úr landi.

Eða það stofnar skúffufyrirtæki.  Annað eins er algengt.

„Það er líka tími til að velta fyr­ir sér hvernig við tök­um á þeim sem búa á Íslandi og stunda at­vinnu­starf­semi á Íslandi en greiða op­in­ber gjöld sín ann­ars staðar.“

Já... hvernig virkar það?  Gæti ég til dæmis borgað skatta til Rússlands þar sem tekjuskatturinn er umtalsvert lægri, en ekki hingað?

Það væru alveg nytsamlegar upplýsingar fyrir pöpulinn.


mbl.is „Sósíalisti“ útþynnt hugtak í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband