Ég hef betra nafn fyrir þetta gjald:

Í stað "viðbót­ar­greiðslu og gatna­gerðar­gjald fyr­ir stækk­un og ný­bygg­ingu" ætti þetta að heita: "gjald til að gera húsnæði dýrara."


mbl.is Aukagjald á íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bendi bara á þessa grein mína hver reynslan er af þessu gjaldi. 

http://www.visir.is/er-borginni-treystandi-fyrir-byggingarrettargjaldinu-/article/2015150629726 

Kristinn Steinn Traustason (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 09:20

2 identicon

Nú þarf að draga fram hvaða nöfn liggja á bakvið þessa ákvörðun svo fólk fái að sjá hvaða öðlingar það eru.

Nú eru við stjórnvölinn sama fólk, samfylkingin, sem virðist styðja svona öfga gjaldtöku af fólki og fyrirtækjum og gekk vaskast fram við uppboð á lóðum í Úlfarsárdal.  Steinunn Valdís þáverandi borgarstjóri, fyrrum þingmaður samfylkingarinnar, í R-listanum stóð að uppboðinu með sínu fólki.  Uppboðið gekk út á að fjölskyldufólk var látið slást sín á milli og við stóra og fjárglæfra verktaka um rétt til að byggja sér heimili.  Þessi framganga var réttlætt með því að staðið yrði vel að uppbyggingu í hverfinu.  Nú, 9 árum síðar, er lítið farið að gerast þarna og börnin sækja skólann í skúra sem fluttir voru úr vesturbænum.  Aðrar framkvæmdir í borginni fá svo forgang framyfir þá sem borguðu offjár fyrir lóðir sitja eftir með sárt ennið.    Svo kom Dagur B. á fund þessa sama fólks um daginn og endurlofaði framkvæmdum eftir 7 ár (þá alls liðin 16 ár frá því fólk keypti lóð).  Hvar hann verður þá veit enginn, en nýtt fólk mun líklegast vera með betri hugmyndir um í hvað nota á peningana þegar þar að kemur.

Nú ætlar þetta lið að endurtaka leikinn. Þetta eru nú meiri aumingjarnir og popúlistarnir, leika sér endalaust í miðbænum og hipstera-væða borgartúnið, en láta svo fjölskyldur og fyrirtæki borga brúsann.  Það er engin furða að sveitarfélögin í kring þykja betri kostur og nýtt fjármálahverfi sé að rísa í kópavogi.

Borgarbúi í úthverfi (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband