... en þú?

En einhver?

Allt í lagi, þetta er bara retorísk spurning svona á netinu, vegna þess að þessu má fletta upp, en: hvað ætli séu margir sem geta nefnt þessa gutta?

Ekki veit ég hvaða menn þetta eru.

Ekki veit ég heldur hvað er fengið fyrir einhvern þjóðarleiðtoga að þekkja nafn og hagi leiðtoga ISIS.  Það er fyrir undirmenn ISIS leiðtoganna sjálfra að vita, og landamæragæzluna, ef vera skildi að þeir mætti á Gattvik eða Heathrow.

Lítið spyrst til Hezbolla þessa dagana, almennt.  Þeir náðu að hrekja IDF í burtu frá sér fyrir nokkrum árum, og eru nú eitthvað að vesenast í Sýrlandi.  Ekki mikið - en þeir eiga einhverja hagsmuni þar.

Veit ekki meir.  Don't care.

Al Kæda er til... ekki viss hvar, en skilst það sé í Afríku eitthvað að þvælast.  Bíða eftir að þessir ISIS hálfvitar hætti að stela þönderinu af þeim, býst ég við.

Ætli Trump viti hverjir eru núna aðal-bíldarnir í mexíkanska eiturlyfjastríðinu?  Þeir eru nær.  Innan skotfæris frá USA, meira að segja.  Og alveg jafn morðóðir.


mbl.is Þekkti ekki til í Miðausturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband