Hver ætlar að þvinga þau?

„Ekk­ert ríki hef­ur rétt til þess að neita,“ sagði Jean Assel­born, ut­an­rík­is­ráðherra Lúx­emburg,

Jú víst, segi ég.

Ríki, verandi sjálfstæð, hljóta að hafa hvert sinn rétt til að játa eða neita hverju sem þeim dettur í hug, hvað sem einhverjum gjörræðistilurðum einhverra lúxemborgara líður.

Haft er eft­ir Assel­born á frétta­vefn­um EU­obser­ver.com að eft­ir sem áður verði rík­in fjög­ur að fram­fylgja ákvörðun­inni.

Sorrý, en hann hefur ekkert um það að segja.  Nema að sjálfsögðu hann geti hótað þeim loftárás.

Getur hann það?

„Ég ef­ast ekki um að þau [rík­in sem lögðust gegn samþykkt­inni] eigi eft­ir að fram­kvæma þess­ar ákv­arðanir að fullu í sam­ræmi við lög Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir Assel­born. 

Í trássi við þeirra eigin lög?  Í hvers valdi? 

Evr­ópu­sam­bandið er sakað um að bregðast ekki nógu hratt við. Því þurfi að samþykkja þessa áætl­un.

Bullshit. 

Frans Timmerm­ans, vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, lét þau orð falla eft­ir fund­inn að hann myndi sjá til þess að rík­in fjög­ur fram­fylgdu ákvörðun­inni.

Svo hann hefur vald til að senda herinn...

Ef þau gerðu það ekki gæti komið til þess að gripið yrði til viður­laga. 

Áhugaverðir tímar.


mbl.is „Ekkert ríki getur neitað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þett er ósköp einfalt, það er Evrópusambandið sem ætlar að neyða ríkin til þess.

Og mun að öllum líkindum komast upp með það.

Á "góðviðrisdögum" leikur allt í lyndi og "Sambandsríkin" og "Sambandssinnar" geta talað fjálglega um fullvald og sjálfstæði ríki góðu "Sambandi".

En þegar á reynir kemur í ljós að ríkin hafa þegar gefið eftir fullveldi sitt og sjálfstæði.

G. Tómas Gunnarsson, 23.9.2015 kl. 19:06

2 identicon

Aðildarríki ESB geta gert það sem þau vilja, svo fremi sem það er í samræmi við kröfur framkvæmdastjórnarinnar. Í hugum landsöluliðsins (Stuðningsmanna Samfylkingarinnar og VG) er það að vera sjálfstæð ríki.

Hvað varðar viðurlögin, þá er byrjað á að sekta þau ríki sem hafna flóttamanakvótum, um 0,002% af BNP. Ég hef reiknað það út að ríkin geta stórgrætt á því að standa fyrir sínu og greiða sektina. Og ég held að sektir séu einu viðurlögin semframkvæmdastjórnin geti löglega beitt aðildarríkjunum, fyrir utan það að neyða ríkin til að taka upp evruna. laughing

Angel Merkel hefur sagt (skv. útvarpsfréttunum) að það að veita 120 þúsund múslímum hæli sé "jákvætt fyrsta skref". En ég sé ekkert jákvætt við að taka fyrsta skrefið í átt að helvíti á jörð.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 12:46

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þess vegna eru allir útlendingar sem ég hitti í útlöndum á móti evrópusambandinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.9.2015 kl. 18:23

4 identicon

Þegar ég bjó í Bretlandi á sínum tíma, voru nær allir sem ég ræddi við á móti þáverandi Efnahagsbandalaginu (EEC), og það var áður en ESB (EU) og hörmungarnar í því sambandi dundu yfir. Nú er andúðin enn meiri, og Bretar prísa sig sæla að hafa hvorki tekið upp evruna né gengið í Schengen. Og Danir eru þakklátir fyrir sína fjóra fyrirvara.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband