Hvaða rannsóknir?

Í des­em­ber 2012 gekk vopnaður maður inn í San­dy Hook barna­skól­ann í Newt­on í Conn­ecticut ríki Banda­ríkj­anna. Hann náði að myrða tutt­ugu börn og sex full­orðna áður en hann beindi vopn­inu að sjálf­um sér. Málið vakti óhug um all­an heim og skapaði, eins og svipuð mál svo oft áður, umræðu um vopna­lög­gjöf í Banda­ríkj­un­um.

En engar um hvað vakti fyrir manninum.

Einkennilegt.

Lítið hef­ur gerst varðandi breyt­ing­ar á lög­gjöf­inni síðan en að minnsta kosti 1.234 hafa látið lífið í svo­kölluðum fjölda­skotárás­um síðan.

Miðað við höfðatölu, (eina leiðin til að bera lönd saman) er það eins og 1.2 hér á landi.

Sem er samt villandi, vegna þess að menningin hér er öðruvísi en þar... reyndar er menningin í USA helst lík Brasilíu, eða S Afríku.  Vegna þess að það er fjölmenningarland.

En Ísland ekki.

En annað spilar inní - sem enginn vill ræða um.

Það hef­ur oft ein­kennt byssu­menn sem fara á fjöl­farna staði og hefja skotárás að þeir glíma við and­leg veik­indi.

No shit, Sherlock?

Það er þó alls ekki alltaf og eru skotárás­ir gerðar af and­lega veik­um aðeins lít­ill hluti skotárása í Banda­ríkj­un­um. 

Vegna skilgreiningar á andlegum veikindum - sem er þröng, og þarf að vera það af lagalegum ástæðum.

Menn eru ekkert allir ósjalfráða, sjáið til... flókið mál.

32.000 líf á ári hverju

... Nú?

Morðtíðnin í USA er 4.7 (skv WIKI, AD 2012), sem var þá 14.827.  Sem er minna en 50% af 32.000.

Rúm­lega 32.000 manns láta lífið á ári hverju í Banda­ríkj­un­um af völd­um skot­vopna

... þá hljóta megnið af þeim að vera sjálfsmorð.  Sem vekur aftur spurninguna: er á einhvern hátt betra að menn hengi sig?

...og er ljóst að byssu­of­beldi er miklu al­geng­ara í Banda­ríkj­un­um en öðrum lönd­um.

Er það?

En ofbeldi sem slíkt?

Og hvernig fáiði það út?

Það er þassi síða, sem heitir wikipedia:

Morð per capita, topp 10:

1: Honduras - 90.4/100.000
2: Venezuela - 53.7/100.000
3: Jómfrúareyjar: 52.5//100.000
4: Belíze - 44.7/100.000
5: El Salvador - 41.2/100.000
6: Gvatemala -39.9/100.000
7: Jamaika - 39.3/100.000
8: Lesótó - 38/100.000
9: Svasíland - 33.8/100.000
10: St. Kitts & Nevis - 33.6/100.000

...

111: USA.

Viljiði endurskoða þessa kenningu?

Sam­kvæmt göng­um frá Sam­einuðu þjóðunum sem birt­ust í The Guar­di­an létu 29,7 manns fyr­ir hverja millj­ón lífið af völd­um skot­vopna í Banda­ríkj­un­um árið 2012.

29,7/1.000.000, eða 2.97/100.000.  Þá hafa 1.73 verið myrtir þar með frjálsri aðferð.

Í Sviss var hlut­fallið 7,7 á móti einni millj­ón

.77/100K, en 2011 voru þar framin .6 morða per 100K.  Total.)  Svo þar fjölgaði morðum semsagt róttækt milli ára.  Spes.  Og enginn segir neitt?

og 5,1 í Kan­ada.

.51, af total 1,6, sem gerir 1,1 með frjálsri aðferð.  Go Canada!

Í Þýskalandi var hlut­fallið 1,9.

.19 af .8. 

Fleiri byss­ur, fleiri morð

Þið eruð nú með topp 10 listann yfir þau lönd þar sem eru framin flest morð.  Samkvæmt þeirri kenningu ætti að vera lágmark 70% skörun við þau lönd með hæstu morðtiðnina, ekki satt?

Svo, hér eru þau lönd þar sem eru flest skotvopn í almannaeigu:

USA - 88.8 per 100 íbúar.
Serbía - 69.7 per 100 íbúar.
Jemen - 54.8 per 100 íbúar.
Sviss - 45.7 per 100 íbúar.
Kýpur - 36.1 per 100 íbúar.
Sádí Arabía - 35 per 100 íbúar.
Írak - 34.2 per 100 íbúar.
Urugvæ - 31.8 per 100 íbúar.
Svíþjóð - 31.6 per 100 íbúar.
Noregur - 31.3 per 100 íbúar.

Nei sko, engin skörun.

Rann­sókn­ir sýna að staðir þar sem fleiri byss­ur eru, þar verða fleiri morð.

Ekki veit ég hvaða rannsókn það er, en það grunar mig að hún hafi ekki stuðst við neinar heimildir.

Það þýðir þó ekki aðeins að meira sé um fjölda­skotárás­ir, held­ur að meira sé um of­beldi tengt skot­vopn­um al­mennt.

Það virðist hinsvegar ekki vera raunin, svona byggt á raunveruleikanum.  Byggt á einhverri fantasíu einhverra gaura í einhverjum dimmum kjallara, já, en ekki veruleikanum.

For­set­inn lýsti yfir reiði og sorg og kallaði eft­ir því að lög­um um skot­vopn í Banda­ríkj­un­um yrði breytt.

Sem sagt: ekki skoða hvar vandinn liggur, heldur ráðast að einhverju einkenni.

„Við erum ekki eina landið í heim­in­um þar sem fólk með and­leg veik­indi býr eða fólk sem vill skaða aðra. En við erum eina þróaða landið í heim­um sem upp­lif­ir fjölda­morð af þessu tagi á nokk­urra mánaða fresti,“ sagði for­set­inn.

USA hefur semsagt meira tilkall til þess að vera einstakt fólk en við Íslendingar.

Þeir eru tölfræðinördin, þeir hafa viðað að sér öllum upplýsingunum.

Hvernig væri nú að þeir ynnu úr þeim?  Svona til tilbreytingar.

Og hættið svo með þennan fáráðlega áróður, hann stenst enga skoðun.  Og höfðar bara til tilfinnanga.  Það er á afar lágu plani.

Þið gætuð eins dundað ykkur við að skella upp vídjóum af fólki að kreista bólur eða eitthvað.  Það er ámóta uppbyggilegt.


mbl.is Fleiri byssur, fleiri morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ekki að þetta liggi í fjölda vopna. það bara passar ekki. Hér eru td skráð vopn um 68 þúsund. Hvað gerist þetta oft hér? þetta liggur í mentalitíi þessarar þjóðar og eh undarlegum hræðslukúltur en ekki fjölda vopna. Ég held lika að fjölmiðlar og það að vera að gefa þessum mönnum þessa frægð og taka af þeim myndir ´se að spila þarna stóra rullu. þeir fá attygli og umfjöllunn. það á bara að rétta yfir þeim í lokuðum réttarhöldum, dæma þá og loka inni og tala aldrei um þá framar. Ef það yrði gert mundi kannski eh lagast þarna.

ólafur (IP-tala skráð) 5.10.2015 kl. 13:53

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það allra merkilgasta, er að tíðnin í USA var svipuð og í Skandinavíu, jafnvel lægri, alveg þar til 1906.  Þá, næstum strax, margfaldaðist morðtíðnin.

Svo þaut hún upp á bannárunum - sem meikar sens.

Hérna: https://en.wikipedia.org/wiki/Pure_Food_and_Drug_Act

Fysta skifti sem kaninn bannar frjálsan flutning eiturlyfja.  Orsök allra þeirra vandamála.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.10.2015 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband