6.10.2015 | 20:19
Nei, *eigandinn* geldur fyrir eyðzluna
Nema þú meinir að þessi bali sé geldur...
Whatever.
Sjöunda kynslóð VW Golf er bíll sem hefur unnið til fjölda verðlauna...
Það hef ég aldrei skilið. Fyrir hvað?
[Alltrack] er eins og hefðbundinn langbakur með 20 mm meiri veghæð og er hannaður fyrir Norður-Evrópu og þá auðvitað Ísland líka.
Hljómar vel.
VW dísilbílar eru ekki hátt skrifaðir þessa stundina
Hjá *ykkur* já. Hjá mér... voru aldrei eitthvað til að eltast við. Eða VW yfir höfuð.
...auk þess er búið að setja á hann meiri plasthlífar við hjólboga, stuðara og sílsa.
Vantar ekki svoleiðis, skil ekki tilganginn. Safnar bara raka.
Farangursrýmið [...] rúmar þess vegna tvö golfsett án þess að fella niður sæti.
... ha? Bara tvö?
Þegar vélin er komin á snúning er hann fljótur að éta upp kílómetratölurnar ...
Svo neyðistu til þess að stökkva yfir gil til þess að losna við fégráðuga útsendara yfirvalda, sem koma á eftir þér með blikkandi ljós.
Veggrip er allgott í öllum eðlilegum akstri
4X4.
...en undirstýring verður áberandi þegar lagt er mikið á stýrið.
Semsagt, ekkert alltof góðir aktureiginleikar. 2000 módel Honda Civic Station yfirstýrir. Þann bíl keyrir maður ekkert útaf fyrir slysni.
Golf Alltrack notar Haldex kúplingu til að stjórna átaki fjórhjóladrifsins en venjulega keyrir bíllinn bara í framdrifinu til að halda niðri eyðslu. Þegar kerfið skynjar að bíllinn sé að fara að missa grip á einhverju hjóli tekur fjórhjóladrifið við.
Öll þessi auka þyngd, og maður fær bara *framdrif.*
Eins og fjallað hefur verið all-ítarlega um er mengunarsvindl VW nú á allra vitorði. Þar snerist svindlið um að ná niður mengunartölum en ásamt því hafði svindlið áhrif á eyðslutölur bílanna.
Já. Þeir eyða litlu eða menga lítið, eftir því hvrot er verið að mæ´la eða ekki. Sniðugt, en kolólöglegt.
Þeir sem skrifa reglulega um bíla og aðrir sem fylgjast vel með hafa tekið eftir að uppgefnar eyðslutölur nýrra bíla eru í engu samræmi við rauneyðslu og munar það oft ansi miklu.
Fyrir 20-25 árum þá reiknuðu menn bara með því að bíll eyddi þyngd í kg/100 á undraðið. Semsagt, 1800 kg bíll eyddi þá ~ 18/100. þegar hann var nýr.
Þetta er ekki alveg þannig núna.
Sú er bersýnilega raunin í Golf Allrad sem á að eyða 6,5 lítrum á hundraðið samkvæmt þessum opinberu tölum, en raunin var að eyðslan hékk í kringum 13 lítra á hundraðið í innanbæjarakstri þar sem uppgefin eyðsla á að vera 8,1 lítri.
Svo margar spurningar:
1: Var uppgefin eyðzla 6,5 eða 8,1?
2: Þið vitið að þetta er 180 hestafla bíll?
3: Vissuði að hann er meira en 1500 kg án ökumanns?
Og hann er 7.8 sekúndur í 100. Hvað eru menn að nöldra? 13 er bara normalt. Og innanbæjar í þokkabót.
Ef þið viljið ekki að bíllinn eyði 13 + á hundraðið, fáið ykkur þá léttari og aðeins kraftminni bíl sem er ekki með 4X4 fítusnum.
Beinir keppinautar VW Golf Alltrack eru fáir ef einhverjir hér á landi og er það helst Skoda Oktavia Scout sem keppir við hann þótt stærri sé.
Og Subaru. Það ku vera hægt að aka Subaru yfir urða og grjót án mikilla vandkvæða.
Góður vagn en geldur fyrir eyðsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.