Nei, *eigandinn* geldur fyrir eyðzluna

Nema þú meinir að  þessi bali sé geldur...

Whatever.

Sjö­unda kyn­slóð VW Golf er bíll sem hef­ur unnið til fjölda verðlauna...

Það hef ég aldrei skilið.  Fyrir hvað?

[Alltrack] er eins og hefðbund­inn lang­bak­ur með 20 mm meiri veg­hæð og er hannaður fyr­ir Norður-Evr­ópu og þá auðvitað Ísland líka.

Hljómar vel.

VW dísil­bíl­ar eru ekki hátt skrifaðir þessa stund­ina

Hjá *ykkur* já.  Hjá mér... voru aldrei eitthvað til að eltast við.  Eða VW yfir höfuð.

...auk þess er búið að setja á hann meiri plast­hlíf­ar við hjól­boga, stuðara og sílsa.

Vantar ekki svoleiðis, skil ekki tilganginn.  Safnar bara raka.

Far­ang­urs­rýmið [...] rúm­ar þess vegna tvö golf­sett án þess að fella niður sæti.

... ha?  Bara tvö?

Þegar vél­in er kom­in á snún­ing er hann fljót­ur að éta upp kíló­metra­töl­urn­ar ...

Svo neyðistu til þess að stökkva yfir gil til þess að losna við fégráðuga útsendara yfirvalda, sem koma á eftir þér með blikkandi ljós.

 

Veggrip er all­gott í öll­um eðli­leg­um akstri

4X4.

...en und­ir­stýr­ing verður áber­andi þegar lagt er mikið á stýrið.

Semsagt, ekkert alltof góðir aktureiginleikar.  2000 módel Honda Civic Station yfirstýrir.  Þann bíl keyrir maður ekkert útaf fyrir slysni.

Golf Alltrack not­ar Haldex kúpl­ingu til að stjórna átaki fjór­hjóla­drifs­ins en venju­lega keyr­ir bíll­inn bara í fram­drif­inu til að halda niðri eyðslu. Þegar kerfið skynj­ar að bíll­inn sé að fara að missa grip á ein­hverju hjóli tek­ur fjór­hjóla­drifið við.

Öll þessi auka þyngd, og maður fær bara *framdrif.*

Eins og fjallað hef­ur verið all-ít­ar­lega um er meng­un­ar­s­vindl VW nú á allra vitorði. Þar sner­ist svindlið um að ná niður meng­un­ar­töl­um en ásamt því hafði svindlið áhrif á eyðslu­töl­ur bíl­anna.

Já.  Þeir eyða litlu eða menga lítið, eftir því hvrot er verið að mæ´la eða ekki.  Sniðugt, en kolólöglegt.

Þeir sem skrifa reglu­lega um bíla og aðrir sem fylgj­ast vel með hafa tekið eft­ir að upp­gefn­ar eyðslu­töl­ur nýrra bíla eru í engu sam­ræmi við rauneyðslu og mun­ar það oft ansi miklu.

Fyrir 20-25 árum þá reiknuðu menn bara með því að bíll eyddi þyngd í kg/100 á undraðið.  Semsagt, 1800 kg bíll eyddi þá ~ 18/100.  þegar hann var nýr.

Þetta er ekki alveg þannig núna.

Sú er ber­sýni­lega raun­in í Golf Allrad sem á að eyða 6,5 lítr­um á hundraðið sam­kvæmt þess­um op­in­beru töl­um, en raun­in var að eyðslan hékk í kring­um 13 lítra á hundraðið í inn­an­bæjarakstri þar sem upp­gef­in eyðsla á að vera 8,1 lítri.

Svo margar spurningar:

1: Var uppgefin eyðzla 6,5 eða 8,1?

2: Þið vitið að þetta er 180 hestafla bíll?

3: Vissuði að hann er meira en 1500 kg án ökumanns?

Og hann er 7.8 sekúndur í 100.  Hvað eru menn  að nöldra?  13 er bara normalt.  Og innanbæjar í þokkabót.

Ef þið viljið ekki að bíllinn eyði 13 + á hundraðið, fáið ykkur þá léttari og aðeins kraftminni bíl sem er ekki með 4X4 fítusnum.

Bein­ir keppi­naut­ar VW Golf Alltrack eru fáir ef ein­hverj­ir hér á landi og er það helst Skoda Okta­via Scout sem kepp­ir við hann þótt stærri sé.

Og Subaru.  Það ku vera hægt að aka Subaru yfir urða og grjót án mikilla vandkvæða.


mbl.is Góður vagn en geldur fyrir eyðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband