Búast menn ekki við að fólk aðlagist breyttum aðstæðum?

Lofts­lags­breyt­ing­ar næstu ára­tugi munu ekki aðeins koma illa við efna­hag þjóða heims­ins held­ur mun verðmæta­sköp­un einnig fær­ast frá heit­ari stöðum á jörðinni til hinna kald­ari. 

Það, A: gerir ráð fyrir því að þjóðir í heitum löndum aðlagist ekki, af einhverjim orsökum, og B: eru jákvæðar fréttir fyrir okkur.

Rann­sak­end­ur [...] fundu [...] út að kjör­hita­stig fyr­ir menn til að fram­leiða vör­ur, svo­kallað „Gull­brár-hita­stig“, er 13 gráður.

... allar vörur?  Það held ég ekki.  Annars yxi fátt í Kína.

Hveiti og bygg, kannski, en ekki allt.  Eitthvað er spúkí við þessa útreikninga hjá þeim.

Þegar framtíðarspár um lofts­lags­breyt­ing­ar eru metn­ar með hliðsjón af þess­um upp­lýs­ing­um,

Sem mig grunar sterklega að séu rangar.

Bú­ist er við að lofts­lags­breyt­ing­ar muni bitna mest á Mið-Aust­ur­lönd­um, Afr­íku, Asíu og Suður-Am­er­íku. Íbúar landa í þess­um heims­hlut­um búa þegar við hita sem er hærri eða jafn­hár „Gull­brár-hita­stig­inu“. Mun fram­leiðsla þeirra því aðeins minnka eft­ir því sem hita­stig heims­ins hækk­ar, segja rann­sak­end­ur.

Ef þeir fá jafnmikinn raka og áður (sennilega samt meiri, vegna hlýnunar) þá ætti að hlaupa vöxtur í þetta allt hjá þeim, ekki öfugt.

Það kom fyrir í Mið-Ameríku á tímum Mayanna.  Allt óx.

En, menn vilja standa á götuhorni með skilti þar sem á stendur "heimsendir er í nánd."


mbl.is Ísland hagnist mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband