25.10.2015 | 15:36
Búast menn ekki við að fólk aðlagist breyttum aðstæðum?
Loftslagsbreytingar næstu áratugi munu ekki aðeins koma illa við efnahag þjóða heimsins heldur mun verðmætasköpun einnig færast frá heitari stöðum á jörðinni til hinna kaldari.
Það, A: gerir ráð fyrir því að þjóðir í heitum löndum aðlagist ekki, af einhverjim orsökum, og B: eru jákvæðar fréttir fyrir okkur.
Rannsakendur [...] fundu [...] út að kjörhitastig fyrir menn til að framleiða vörur, svokallað Gullbrár-hitastig, er 13 gráður.
... allar vörur? Það held ég ekki. Annars yxi fátt í Kína.
Hveiti og bygg, kannski, en ekki allt. Eitthvað er spúkí við þessa útreikninga hjá þeim.
Þegar framtíðarspár um loftslagsbreytingar eru metnar með hliðsjón af þessum upplýsingum,
Sem mig grunar sterklega að séu rangar.
Búist er við að loftslagsbreytingar muni bitna mest á Mið-Austurlöndum, Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Íbúar landa í þessum heimshlutum búa þegar við hita sem er hærri eða jafnhár Gullbrár-hitastiginu. Mun framleiðsla þeirra því aðeins minnka eftir því sem hitastig heimsins hækkar, segja rannsakendur.
Ef þeir fá jafnmikinn raka og áður (sennilega samt meiri, vegna hlýnunar) þá ætti að hlaupa vöxtur í þetta allt hjá þeim, ekki öfugt.
Það kom fyrir í Mið-Ameríku á tímum Mayanna. Allt óx.
En, menn vilja standa á götuhorni með skilti þar sem á stendur "heimsendir er í nánd."
Ísland hagnist mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.