12.11.2015 | 22:09
Kúrdar að eignast eigið land.
Í morgun hófst stórsókn Kúrda í Írak gegn vígamönnum Ríkis íslams en markmið árásarinnar er að brjóta liðsmenn vígasamtakanna á bak aftur og ná þannig yfirhöndinni í borginni Sinjar. Njóta þeir liðsinnis Bandaríkjahers í áhlaupinu.
Áhugamenn með smá styrk frá atvinnumönnum að berjast við glæpamenn.
Hver ætli sigri?
Hmm...
Fréttaveita AFP greinir frá því að takist Kúrdum ætlunarverk sitt mun það hafa talsverð áhrif á birgðaflutninga Ríkis íslams til nágrannaríkisins Sýrlands.
Jákvætt fyrir þá sem búa í Sýrlandi.
Talið er að um 7.500 hermenn sæki nú að borginni...
vs.
Inni í borginni eru um 300 til 400 vígamenn Ríkis íslams samkvæmt upplýsingum frá leyniþjónustu Bandaríkjahers.
7500 manns eru að ráðast á ~400 manna her sem ræður bara við að berjast við 100 manns MAX.
Helst er óttast að vígamenn hafi, á því rúma ári sem þeir hafa ráðið yfir borginni, komið fyrir alls kyns sprengjum og gildrum
Þeir geta reitt sig á það. Reyndar grunar mig að mest mannfall verði vegna svoleiðis tækja.
Þúsundir sækja gegn Ríki íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.