Chain of fools

Hér fyr­ir neðan er að finna sam­an­tekt AFP á bestu til­vitn­un­um hinn­ar 13 daga lofts­lags­ráðstefnu í Par­ís:

Ekki mín orð.

Aðal­samn­ingamaður Kína, Su Wei:

„Þegar þú eld­ar máltíð þarftu krydd, inni­halds­efni og upp­skrift­ir. Og í næstu viku fer hin eig­in­lega elda­mennska fram, á elda­vél­inni í eld­hús­inu. Þá upp­lif­ir þú aðals­merki franskr­ar mat­reiðslu og bragðið af öll­um rétt­um heims­ins.“

... ok?  Namm namm, býst ég við.

Karl Bretaprins gaf frá sér stríðsösk­ur við upp­haf ráðstefn­unn­ar:

Ég sé hann fyrir mér á lendaskýlu þegar hann gerði það, og svo hefur hann sveiflað sér á svona hangandi vínviðargrein.

Espen Ronn­e­berg,[...] frá Kyrra­hafs­rík­inu Samoa:

„Við erum öll þreytt og verðum mun síður diplóma­tísk. Í staðinn kom­um við okk­ur beint að efn­inu. Sum­ir segja ekki einu sinni „halló“, held­ur kinka bara kolli.“

 

Vekur spurningar... hvaða efni?  Um hvað nákvæmlega voru þau að tala?  Kannski eldamennsku Su Wei?  Eða hvernig þau ætla að nota loftslagsógnina á samstilltan hátt til þess að kreista pening úr fólki í heimalöndum sínum.

Enele Sosene Sopoaga, for­sæt­is­ráðherra Tu­valu:

„Öll hita­stigs­aukn­ing um­fram 1,5 gráður mun valda enda­lok­um Tu­valu og annarra lágt-liggj­andi eyríkja... ef við björg­um Tu­valu þá björg­um við heim­in­um.“

Þeir stjórna ekki hitastigi jarðar.  Þess vegna er gagnslaust að biðla til ráðstefnugesta.

Kar­dinál­inn Peter K.A. Turk­son, meðlim­ur sendi­nefnd­ar Vatík­ans­ins, biðlaði til trúaðra samn­inga­manna:

„Hvers vegna þörfn­ust við Guðs? Ef það eru ein­hverj­ir trú­ar­inn­ar menn hér þá segi ég við þá; við get­um ekki sagt að við elsk­um Guð þegar við elsk­um ekki það sem Guð hef­ur skapað. Og hvað skapaði Guð? Guð skapaði jörðina og hinn mennska mann.“

Má reyna.  En gerum nú ráð fyrir að það sé guð og guð hlusti og sé til í að gera eitthvað fyir okkur...

Hver er nógu evil til þess að heimta að hér hlýni ekki?

Al Gore, [trúður] og Nó­bels­verðlauna­hafi, vísaði til sprengj­unn­ar sem Banda­ríkja­menn vörpuðu á Hiros­hima til að lýsa áhrif­um gróður­húsaloft­teg­unda:

„Hinn ein­faldi sann­leik­ur er sá að upp­söfnuð lofts­lags­breyt­andi meng­un í and­rúms­loft­inu af manna völd­um fang­ar nú jafn mikla viðbót­ar­varma­orku í and­rúms­lofti jarðar eins og myndaðist ef 400.000 atóm­sprengj­ur af Hiros­hima-stærðargráðu væru sprengd­ar á jörðinni á hverj­um degi. Þetta er stór plán­eta en þetta er gríðarlegt magn orku.“

Það er freistandi að reikna þetta út.  En þetta er sennilega það sem á fræðimáli er kallas "ass-pull" hjá honum, eins og alltaf áður.

Banda­ríski leik­ar­inn Sean Penn sá von í nýrri veg­ferð fyr­ir mann­kynið:

„Ef til vill er þetta mest spenn­andi tíma­bilið í sögu mann­kyns. Tál­sýn þess að þurfa að taka of marg­ar erfiðar ákv­arðanir hef­ur alltaf skapað glundroða. Nú lif­um við á tím­um þar sem það er ekki um neitt að velja. Við búum við full­vissu. Dag­ar drauma hafa vikið fyr­ir dög­um aðgerða.“

Vá... bæði innihaldslaus og svolítið fasísk ræða hjá honum.  "Val skapar glundroða, það er ekkert val!  Bara aðgerðir!"

Fuck hann.

Anote Tong, for­seti Kiri­bati:

„Ég er viss um að þú tel­ur mig brjálaðan, en þetta eru brjáluð staða. Viðburðir af þessu tagi hafa aldrei áður átt sér stað;

Jú víst.  Og oft.

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti:

„Ef við leyf­um jörðinni að hlýna á þess­um hraða,

Hvernig ætlarðu að banna henni það?

og sjáv­ar­borðinu að hækka eins og það hef­ur gert,

... hefur það hækkað?  Mikið?  Nú er ég hérna við sjávarsíðuna og sé engan mun síðan fyrir 15 árum.

og ef veðurfar breyt­ist á óút­reikn­an­leg­an hátt,

Sem það gerir, og hefur alltaf gert

þá mun­um við brátt þurfa að verja auknu fjár­magni og aukn­um herafla ekki til að fjölga tæki­fær­um fólks

Þarf að fjölga tækifærum fólks með herafla?  Then you're doing it wrong.

held­ur í að laga okk­ur að ýms­um af­leiðing­um breyttr­ar plán­etu.“

Frá árdögum mannkyns hefur alltaf dugað að laga sig bara að aðstæðum jafnóðum.  Hefur ekki þurft samstillt átak einhverra herafla til þess.

Hinn suður-afr­íski Nozip­ho Mxakato-Diseko:

Ég segi ekki að „.ein­hver muni þrífa her­bergið“. Ég segi: „Þú, Jón, þríf­ur her­bergið. Þú, Gréta, vask­ar upp.“ Það er ekk­ert „ein­hver í þeirri stöðu að geta sópað gólfið ger­ir það“. Ein­hver þarf að vera ábyrg­ur og ég þarf að vita að gólfið verður þrifið.“

Og svo fara þau öll út og dansa regndans til þess að hafa áhrif á veðrið.  Eftir að þau eru búin að rukka nágranna sína um afnot af skýinu þarna sem lýkist svolítið kind.


mbl.is Tíu bestu tilvitnanirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband