22.12.2015 | 15:46
Jú víst
Gjaldskrárhækkanir munu ekki hækka ársverðbólgu að neinu ráði um áramótin.
Hækkun er hækkun. Þetta er allt spurning um hve mikið þú skuldar verðtryggt.
...og einnig munu stjórnvöld hækka bensíngjald og kolefnisgjald.
Það var mjög vinstri grænt af þeim. Þeir myndu gera okkur mikinn greiða með því að fella bara niður þetta kolefnisgjald. Bæði bíleigendum og húsnæðiseigendum/leigjendum.
Næstu mánuði er útlit fyrir að verðbólgan verði rétt yfir tveimur prósentum og lækki síðan í 1,7 prósent í mars að mati Greiningardeildar Arion.
Sjáum til. Kannski gerir seðlabankinn eitthvað í þessu.
Merkilegast í þessu er hvernig einkaneyzla stýrir lítið verðbólgu, heldur er þetta allt meira og minna eitthvaðp sem ríkið gerir.
Samfélagið *þarf* mat, föt, eldsneyti. Og hvað stjórnar verðinu á þeim fyrorbærum aðallega?
Skattar.
Ríkið veldur verðbólgu, ekki fólkið.
Hækkanir skila ekki meiri verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.