18.1.2016 | 22:52
Liberal sósíalisti
Nokkuð sem við sjáum ekki mikið af hér - einna líkast því sem við sjáum sumsstaðar í sjálfstæðisflokknum - en það er ekki algilt.
Þeir vilja víst vera kratar núna, og það er annað.
Pólitíkusar í USA eru exótísk fyrirbæri.
Það er helst að við könnumst við Hillary & O'Malley, sem þekkjast ekki frá samfylkingarmönnum, allir aðrir gætu eins verið utan úr geimnum.
Sérstaklega Trump. Hann er stór-undarlegur.
Okkur vantar alveg að einhverjir af þessum fasistum sem við erum með offramboð af hér breytist í liberal sósíalista. Væri framför.
Sé það ekki gerast.
Sé reyndar ekki fyrir mér demókratana vinna þetta. Þetta snýst um pening og perónuleika, og Hillary í meiri pening en Sanders (í boði allskyns stórfyrirtækja sem hafa ekkert með að vasast í stjórn landsins,) og Trumop hefur persónuleika.
Þetta forsetaframboð má eiga það að það býður uppá skemmtilegustu týpur sem ég hef séð lengi.
Mikið af áhugaverðu liði. Mikið úrval af hugmyndum.
![]() |
Hver er þessi Bernie Sanders? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.