Liberal sósíalisti

Nokkuð sem við sjáum ekki mikið af hér - einna líkast því sem við sjáum sumsstaðar í sjálfstæðisflokknum - en það er ekki algilt.

Þeir vilja víst vera kratar núna, og það er annað.

Pólitíkusar í USA eru exótísk fyrirbæri.

Það er helst að við könnumst við Hillary & O'Malley, sem þekkjast ekki frá samfylkingarmönnum, allir aðrir gætu eins verið utan úr geimnum.

Sérstaklega Trump.  Hann er stór-undarlegur.

Okkur vantar alveg að einhverjir af þessum fasistum sem við erum með offramboð af hér breytist í liberal sósíalista.  Væri framför.

Sé það ekki gerast.

Sé reyndar ekki fyrir mér demókratana vinna þetta.  Þetta snýst um pening og perónuleika, og Hillary í meiri pening en Sanders (í boði allskyns stórfyrirtækja sem hafa ekkert með að vasast í stjórn landsins,) og Trumop hefur persónuleika.

Þetta forsetaframboð má eiga það að það býður uppá skemmtilegustu týpur sem ég hef séð lengi.

Mikið af áhugaverðu liði.  Mikið úrval af hugmyndum.


mbl.is Hver er þessi Bernie Sanders?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband