Ekkert óeðlilegt

***Árás­ir grímu­klæddra manna á hæl­is­leit­end­ur í Stokk­hólmi um helg­ina hafa vakið heims­at­hygli og þykja í and­stöðu við það sem hingað til hef­ur verið talið að ein­kenndi viðhorf Svía til inn­flytj­enda.

Ég á eftir að spyrja Svía.  Svona þrjá eða fjóra.  Eða bara leyfa þeim að láta dæluna ganga, þannig heyrir maður oftast hver mórallinn er í raun.

Það er ekkert að marka það sem maður heyrir í fréttum.

***Lög­regl­an neit­ar að koma inn í búðirn­ar af ótta við árás­ir en sam­kvæmt frétt­inni hef­ur tíu börn­um verið nauðgað í búðunum. 

*facepalm*

***Ekki er langt síðan fimmtán ára gam­all hæl­is­leit­andi stakk 22 ára gamla konu sem starfaði á heim­ili fyr­ir unga hæl­is­leit­end­ur til bana.

Sem mun orsaka:

Á milli 50 og 100 manns réðust á og börðu út­lend­inga í miðborg Stokk­hólms á föstu­dags­kvöldið.

... en mörg­um brá í brún að sjá mynd­irn­ar af grímu­klædd­um mönn­um berja á fólki.

Af hverju er fólk hissa?  Það fer ekki mikið út, er það?

Á sama tíma eru Sví­ar að berj­ast við af­stöðu sína til flótta­manna sem streyma til lands­ins.

... ég veit ekki hvað það þýðir.

***Á sama tíma og fjöl­mörg mál tengd flótta- og föru­fólki birt­ast í fjöl­miðlum. Svo sem íkveikj­ur á heim­il­um hæl­is­leit­enda og menn­ing­armiðstöðvum þeim tengd­um sem og trú­ar­deil­ur. 

Megnið af íkveikjumálunum koma nú frá Þýzkalandi.

***Flest­ir fjöl­miðlar, og skipt­ir þar engu hvar þeir standa í stjórn­mál­um, saka for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Stef­an Löf­ven, um að bera mestu ábyrgðina með því að gera lítið úr þeim áskor­un­um sem Sví­ar standa frammi fyr­ir.

Ég er ekki viss um að það sé allt honum að kenna, heldur sé þetta vandamál sem er uppsafnað, og enginn hafði vit á (eða þorði) að gera neitt í.

***Leiðara­höf­und­ur Svenska Dag­bla­det sagði í fyrra að þeir sem vogi sér að ræða tengsl á milli fjölda flótta­manna sem koma til lands­ins og mögu­leika á að taka á móti með með viðun­andi hætti séu strax skipað í flokk með öfga­hægri mönn­um. 

Við þekkjum þetta.  Það er kallað "skoðanakúgun."  Það má ekki ræða þetta mjög svio mikilvæga mál, og hefur aldrei mátt, og það hefur alltaf verið þaggað niður.

Þess vegna hefur ekkert verið gert í því, og nú er það allt of seint.

Til hamingju með það.  Nú ætlum við að gera eins.

(einhver er rekinn á hol með hníf): „Við hefðum aldrei trúað því að þetta gæti gerst í Svíþjóð.

... hehehe.

***Á ár­un­um 2014 og 2015 voru um 20% lands­manna af er­lend­um upp­runa en alls tók Svíþjóð á móti 245 þúsund hæl­is­leit­end­um á þess­um árum.

Það veldur:

Mik­ill hús­næðis­vandi blas­ir við í Svíþjóð og hef­ur fast­eigna­verð hækkað gríðarlega.  Á sama tíma eru laun kenn­ara og hjúkr­un­ar­fólks svo lág að það er skort­ur á fólki í þess­um at­vinnu­grein­um. Af ríkj­um OECD vex ójöfnuður hvergi jafn hratt og í Svíþjóð, sam­kvæmt AFP.

Húsnæðisskortur vegna þess að fólki fjölgaði hraða en byggingaiðnaðurinn réð við,

Lág laun kennara og hjúkrunarfólks er ríkinu að kenna, en auðvitað er hægt að fá hjúkrunarfólk frá Íslandi, Póllandi eða öðru láglaunalandi.  Kennarastöður... vesen.

Ójöfnuður orsakast venjulega af einokun eða ofreglingi.  Í þessu tilfelli er hann líklegast að skapast vegna þess að 245.000 öreigar hafa skyndilega bæst við 9.5 milljón manna þjóð.  Tilvera þeirra mun halda launum lægri í amk áratug.  Sem er gott fyrir stórfyrirtæki sem þurfa fólk á lægri launum, og skapar hagvöxt, svona á pappírunum, en veldur á sama tíma ójöfnuði.  Meira bili milli þeirra ríkustu og þeirra fátækustu.

Ekki flókið.  Og það má ekki segja það heldur.

***Áður hafi Svíþjóð verið ró­legt land en nú séu of­beld­is­mál áber­andi. 

Kannski er bara meira talað um þau.  En á hinn bóginn stækkaði lágstéttin ansi mikið, ansi hratt, og er af annarri menningu.

***Sagn­fræðing­ur­inn Lars Trag­ar­dh seg­ir í viðtali við AFP að vegna þess hversu upp­tekn­ir all­ir hafi verið af ímynd Svíþjóðar sem lands mannúðar á alþjóðavísu þá hafi þörf­in inn­an­lands gleymst.

Allt feik.

***Sænska ör­ygg­is­lög­regl­an,Säpo, tel­ur að flest­ir nýliða í þess­um hreyf­ing­um (ofbeldismanna) séu fót­bolta­bull­ur og fleiri svipaðir hóp­ar sem  voru áber­andi í árás­um á inn­flytj­end­ur á föstu­dags­kvöldið.

Fátækir menn, sennilega atvinnulausir, og því með nægan frítíma.

***Þrátt fyr­ir að Svíþjóð sé kannski ekki leng­ur boðberi umb­urðarlynd­is eins og áður...

Mín mynd af svíum voru Volvókeyrandi hálfvitar, svona eins og hefur komið á daginn að íslendingar eru - nema þeir hafa ekki efni á Volvó.

Svo kom á daginn að svíinn leynir á sér - þykist bara vera Ingjaldsfíflið, en var í raun allan tímann að selja Sádum vopn á okurverði.

***þá er það röng mynd sem er dreg­in upp í alþjóðleg­um fjöl­miðlum um gríðarlega spennu á milli inn­fæddra og hæl­is­leit­enda...

Er það?

Spyrjum svía einhverntíma.  Þarf að hafa það bakvið eyrað.  Ef ég hitti einn.


mbl.is „Hvað er að gerast í Svíþjóð?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband