3.2.2016 | 18:26
Ef þú getur keyrt stærstu gerð af Transit...
...þá getur þú keyrt öllu.
Þeim gekk það misvel á Flytjanda, man ég.
Ein stelpa fékk bíl með háum toppi, og hún áttaði sig ekki á því, og keyrði á skýlið fyrir framan Bændahöllina - minnir mig, frekar en eitthvað annað hótel.
Gaurinn sem var að keyra bílinn sem ég fékk oftast, en á daginn, festi sinn í Hátúninu. Það rataði í fréttirnar.
Menn voru ekkert að vanda sig á þessum bílum, þó ég neyddist til þess.
Fékk bara einn bíl sem fyrsti gír virkaði í, svona til dæmis. Bæði fyrsti og annar gír voru farnir úr öðrum, og það var sko kúnst að aka þeim bíl.
En maður býr að þessu. Bílar eru ekkert svo stórir lengur.
Karlar á hvítum sendibílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.