Ég skil þetta alveg

Það er fyllilega eðlilegt að vilja ekki borga skatt.

Það sem mér finnst skrýtnast í þessu, er að liðið sem setur skattalögin sér að þau eru svo slæm að þau þurfa að geyma peningana sína þar sem skattalögin ná ekki yfir þá.

Væri ekki meira vit í því hjá þeim að bara einfaldlega breyta þessum lögum, fyrst þau eru þeim svo illþóknanleg?

Ég myndi ekki mótmæla því.  Það kæmi sér vel fyrir okkur öll.  Okkur hin, sem getum ekki verið að setja launin okkar á reikning þar sem við þurfum að borga skatt af *verðbótunum.*


mbl.is „Það getur orðið ljótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, skattlagning er þjófnaður. Sem skattgreiðandi finnst mér það að einhverjir hafi náð að forða eignum sínum undan þessum þjófnaði bara hið besta mál. Gott fyrir þá! Ég mun reyna að læra af þeirra reynslu og gera hið sama fyrir mig, en vonandi mun þessi þjófnaður minnka á Íslandi þangað til það er engin ástæða lengur að flytja eignir til Tortóla.

GÁ (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 17:12

2 identicon

það er fyllilega eðlilegt að vilja borga sem minnst/ekkert fyrir allt. breytir engu hvort það eru skattar eða eitthvað annað.

nú útskýrirðu hvergi hvað þú átt við þegar þú segir "slæm" en þau á alþingi sjá til þess að þau (vegna þrýsihópa og eigina hagsmuna) að lögin séu slæm.

hvaða lög og glufur í þeim sem sjá til þess að milljarðamæringar hafa hag af því að nota skattaskjól heldurðu að eigi við almenning?

gá eini þjófnaðurinn er að þetta fólk nýtir sér þjónustu sem skattpeningar eiga að standa undir. þjónusta sem hefur gert neitt nema að versna síðustu áratugi.

tryggvi (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 21:58

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þið báðir:

Við erum ekki að fá neitt mikið fyrir allan þann pening sem við borgum í skatt.  Við borgum og borgum og borgum, og erum svo rukkuð fyrir þá þjónustu sem okkur hefur verið sagt að við höfum alla ævi verið rukkuð fyrir.

Tryggvi, þú ert aðeins að misskilja:

"nú útskýrirðu hvergi hvað þú átt við þegar þú segir "slæm" en þau á alþingi sjá til þess að þau (vegna þrýsihópa og eigina hagsmuna) að lögin séu slæm."

Það liggur í eðli málsins að þeim hljóta að þykja lögin hið versta mál, fyrst þeir fara í svona krókaleiðir kringum þau.

Ef þetta þættu góð og gild lög ætti þetta fólk sína peninga á íslenskum reikningum.  Það væri ekkert makk.

Ef Íslensk skattalög eru svona frábær, af hverju eiga þau pening utanlands?

Seg mér.

"hvaða lög og glufur í þeim sem sjá til þess að milljarðamæringar hafa hag af því að nota skattaskjól heldurðu að eigi við almenning?"

Þetta er öfugt, eða þannig.  Kerfið er þannig nú, að ef þú býrð svo vel að eiga milljarða, þarftu að nýta þér glufur í kerfinu.  Sem og reyndar við hin þyrftum að geta líka, en...  Þú, sem magnaður auðmaður, hefur þá náttúrlega efni á að ráða þér nokkra lögfræðinga og bókhaldara til að finna þessar glufur.

Lögin eiga þannig við almenning, en almenningur á aldrei svona pening - ef einhvern, til að ráða menn sem þekkja lögin.

Veit ekki hvar línan liggur, en að eiga 100 millur í eignum er ekki nóg.  Þú þarft *pening.*  Það höfum við séð.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.4.2016 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband